Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 4
væri í raun og veru lijá spætunni okkar, og
við reyndum að komast að því kvöld eitt, þeg-
ar 18 stiga frost var. Yið notuðum hitaele-
ment með tveim löngum elektróðum, sem við
stungum á'kaflega varlega inn um hreiður-
opið, svo að þær snertu fuglinn lauslega án
þess að þekja hann. Ytri f jaðrirnar voru kald-
ar, en rétt undir fjaðrabúningnum sýndi hita-
mælirinn ekki minna en 40 gráður.
Margir fuglar hlýja sér á nóttinni í skjóli
fjölskyldunnar. Sumar lyngliænur safnast til
dæmis saman á kvöldin og troða laut niður
í snjóinn, og síðan leggjast þær í hring, hlið
við hlið, með stélið inn að miðju og hausinn
fram, til þess að ránfíknir óvinir geti ekki
komið þeim að óvörum. Þegar þær liggja
þannig þétt hver upp að annarri, minnka þær
samanlagt yfirborð sitt út að köldu umhverf-
inu og halda hitanum innan fjölskyldunnar.
A veturna virðast hérarnir hoppa um á
berum fótunum í ís og snjó, en í raun og veru
eru þeir í „stígvélum". Tærnar á héralopp-
unni eru þaktar löngum, seigum fjaðurmögn-
uðum hárum, sem valda því, að dýrið svífur
allmörgum millimetrum fyrir ofan jörðina á
gangþófum úr hárum og 'lofti. Við fundum
einstök spor í snjónum — tár hér og þar —
en á langflestum stöðum voru hýjaðar útlín-
ur liins loðna einangrunarpúða.
En hvað um stóru eyrun á hérunum ?
Eru þau ekki fjarri öllum reglum um hita-
sparnaðar útbúnað? Jú, að vísu, en samt sem
áður laga eyrun sig eftir hinum ágætu lög-
málum náttúrunnar. Ameríski hérinn hefur
geysistór eyru, en hérarnir, sem lifa í hinu
svalara Oregon, hafa þó helmingi minni
eyru en hérarnir í liinu hlýja Arizona.
Og á heimskautahéranum, sem á heima á næð-
ingSsömum freðmýrum, eru eyrun mjög lítil,
rétt aðeins nógu stór til þess að nema hljóðið
frá klóm heimskautarefsins.
Hjá mörgum öðrum dýra- og fuglategund-
um er því þannig farið, að kuldinn gerir
skott þeirra eða stél minna, háls þeirra og limi
styttri og digrari. Yfirleitt má segja, að því
norðar sem dýr lifir, því styttri verða limir
þess. Sýnt hefur verið fram á það með til-
raunum, að dýrategund getur breytzt að
þessu leyti í einni einustu kynslóð. Tilrauna-
mús, sem óx upp í 32 stiga hita, fékk langan,
mjóan hala, langa fótleggi og grannan líkama,
en aðrar mýs af sama kyni fengu, við 16
stiga hita, styttri hala og urðu þrekvaxnari.
Yfirleitt er því svo farið, að dýr með lieitu
blóði, sem lifa á norðurslóðum, eru nær því
ávallt þyngri og sterkbyggðari en dýr sömu
tegundar, sem búa sunnar. Birnirnir eru gott
dæmi. Tveir stærstu meðlimir fjölskyldunnar,
ísbjörninn og briini Alaskabjörninn, lifa að-
eins á norðlæga heimsskautasvæðinu, en með-
alstóri svarti björninn heldur sig að tempr-
aða beltinu. Þessi regla á einnig við um menn.
Eskimóar hafa styttri fótleggi og lengri búk
og eru þrekvaxnari en fólk frá suðlægari
slóðum. Og það er einnig í góðu samræmi AÚð
haganleika náttúrunnar, því að því þyngri
og þéttari sem 'líkami er, því minna verður
hitatapið til umhverfisins. En þó að dýrin
á norðurhvelinu séu þung og þrekvaxin, verða
þau samt að hafa sterka blóðrás, ti'l þess að
komast af í kuldanum, og þess vegna er hjarta
þeirra venjulega einnig stærra og kraftmeira.
Náttúran notar einnig litinn til varnar gegn
kuldanum. Margar norrænar dýra- og fugla-
tegundir klæðast hvítu á veturna —• það á
til dæmis við um hreysiketti, hera og rjúpu.
Aður var kaldið, að tilgangurinn með hvíta
feldinum eða fjaðrahamnum væri aðeins sá
að líkjast umhverfinu sér til varnar, en nú
er talið, að þau gegni miki'lvægu hlutverki I
hitatempruninni. Eins og kunnugt er endur-
kastar hvíti liturinn geislum sólarinnar, og
því hefði mátt halda, að svart væri áhrifa-
meira. En sólarhitinn, sem feldur dýranna
getur sogið til sín í heimskautahéruðunum,
er mjög lítill. Það er langtum mikilvægara,
að dýrið geti varðveitt innri hita sinn, og
þar kemur hvíti feldurinn eða fjaðraham-
urinn að notum. Hann endurkastar nefnilega
einnig hitanum, sem kemur innan frá og verð-
ur á þann hátt bezta einangrun í vetrarkulda.
Hermönnum, sem þjálfaðir eru til hernað-
ar í fjallahéruðum eða í heimsskautahéruð-
um, er sagt að fara að eins og villikanínurnar,
grafa sig í fönn, þegar þeir þurfa að sofa úti
á víðavangi. Mér varð ljóst, að það var gott
ráð, þegar ég sá einu sinni kanínuholu í snjó-
skafli. Talsvert djúp hola var þar, sem kan-
ínan hafði troðið sér inn í skaflinn. Þar hafði
hún setið og látið fenna yfir sig. í skjóli fyrir
vinndinum liafði hún hitað holuna upp með
líkamshita sínum. Jafnnoatlegt verður hjá
hermanninum, ef hann grefur sig í fönnina og
er þar í Skjóli fyrir vindinum. Holan á að-
4
HEIMILISBLAÐIÐ