Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1974, Side 46

Heimilisblaðið - 01.09.1974, Side 46
Lengi hafa Kalli og Palli saknað þess að hafa ekki bekk uppi á útsýnishólnum. Nú taka þeir til höndum og Kalli hamrar saman bekknum, en Palli málar hann eldrauðan, því það er uppáhldslitur hans. Kalli bannar hinum dýrunum að nota bekk- inn, því þeir ætli að hafa hann út af fyrir sig. Þegar þeim finnst vera kominn tími til setjast þeir a bekkinn til að njóta útsýnisins. En þegar þeir erú búnir að fá nóg af útsýninu og ætla að halda hein1 kemur í ljós að málningin hefur ekki verið alveg þornuð þegar þeir settust, og verða þeir nú a^ ganga heim á nærbuxunum einum. Kalli og Palli eru afar söngelskir. Þeim finnst mest gaman að syngja tvíraddað og helzt úti í náttúrunni, þar sem hin dýrin geta notið þess að hlusta á þá. Þeir viðurkenna þó, að smáfuglarnir syngi betur en þeir, en páfagaukurinn — almáttug- ur, hljóðin í honum eru hræðileg. En öndin segist syngja betur en páfagaukurinn og hoppar upp á stein og upphefur raust sína. Þetta finnst PaHa og Kalla svo spaugilegt að þeir skellihlæja, öndin kippir sér ekkert upp við það. Júmbó segis geta það sem ekkert þeirra geti leikið eftir sér oS dýrin verða að viðurkenna sigur hans, þvi hana getur nefnilega sungið um leið og hann blæs lagi° með rananum.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.