Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1974, Síða 50

Heimilisblaðið - 01.09.1974, Síða 50
Stundum þurfa Kalli og Palli að heimsækja storkinn og eru ekki sérlega hrifnir af þvi. Nú setjast þeir á bak skjaldbökunum og þær eru seinar í förum, en bangsunum litlu líkar það bara vel, því þeim finnst storkurinn vera svo leiðinleg- ur. Hjá honum verða þeir að vera stilltir og kur- teisir. Þeim er boðin terta, en án sultu og rjóma. En loks geta Kalli og Palli haldið heimleiðis þegar þeir koma heim finna þeir bréf frá Bangs® frænda, svo það glaðnar yfir þeim. „Kæri Kal'1 og Palli,“ stendur í bréfinu, „hér eru tveir að' göngumiðar að Tívolí og 10 kr. til að skemmtn ykkur fyrir." Og nú liggur Kalla og Palla á, sv° þeir þeysa á strútunum. Kalla finnst húsið þeirra ekki nógu fallegt. Hon- um finnst það eyðilegt. Og Palla finnst að þeir ættu að rækta blóm í kringum það, einhver sem spretta nógu fljótt. Kalli samþykkir það og nú fá þeir nóg að gera. Þeir grafa og rífa, bera á áburð og vatn. Síðan planta þeir mörgum blómum meðfram hús- veggnum. Þeir annast plönturnar af mestu úhV hyggju, svo þær vaxa fljótt. Og hin dýrin eru fu • aðdáunar, og Kalli og Palli eru hreyknir af vef , sínu. En gallinn við þessar hávöxnu plöntur er s.r að þær skyggja á gluggana, svo að bangsari1 neyðast til að hafa ljós innandyra.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.