Í uppnámi - 24.12.1901, Page 43
111
—Merkur skákdæmahöfundur í St. Pétursborg hefur i bréfi til oss sagt, að
taflmönnum á Rússlandi getist mjög vel að hinu islenzka skáktimariti. I
“Sehachmatny Journal” var stutt grein um það og það lofað mjög. Einnig
getur hann þess, að þar muni siðar talað um grein prófessors W. Fiske’s
um íslenzka skák nú á dögum, sem birt var i “Deutsche Schachzeitung”.
—I V. d. Linde’s “Das erste Jahrtausend der Schachlitteratur” er talin
meðal skákbóka J. Holmgaahd’s “Allernyeste Spillebog”, en i henni
er ekkert um skák eða damm. Af bók þessari eru til tvær útgáfur
(Kbh. 1852 og 1855) eins og v. d. Linde telur, en hann hefur ekld
þekkt ártal fyrri útgáfunnar og setur útgáfuár siðari útgáfunnar 1864 i
stað 1855.
— Sérlega verðmæt bók er nýlega komin út, þar sem er “A Memorial
to William Steinitz” útgefið af Oharles DevidL, skákritstjóra “Evening
Post” i New York, útkomið bæði i New York og London hjá G. P. Put-
nam's Sons. I bókinni er góð mynd af hinum mikla skákmeistara og
vandað úrval af beztu töflum hans i timaröð. Hún er minni en vér
vonuðumst eptir og minni en hún verðskuldaði að vera; það eru i henni
tæplega 7 5 töfl. (Efiágripið framan við nær yfir 8 bls. og er ritað með
mikilli smekkvísi, en þess hefðum vér óskað, að æfisaga þess manns, er
var að svo miklu getið, væri rituð itarlegar. Vér vonum þvi að lira. Devidé
sjái sér síðar meir fært að gefa út viðauka-bindi.
— Hinn starfsami forstjóri Lessing-leikhússins i Berlin, leikritahöfundurinn
dr. Oscar Blumenthal, hefur nú gefið út bók, er heitir “Schach-
miniaturen” (Leipzig 1902, Veit & Comp.). Það er safn skákdæma, en
þeim er þar ekki aðallega raðað eptir tölu leikanna, eins og i flestum
bókum af þvi tagi, heldur eptir tölu skákmannanna, sem notaðir eru i
dæmunum, og eru þeir frá 4 upp i 7; ekkert dæmi, sem hefur fleiri en
7 menn, er i bókinni; alls eru þar 360 dæmi og af þeim eru 16 fjögra-,
49 fimm-, 124 sex- og 171 sjö-manna-dæmi i 2—5 leikum, öll með
úrlausnum. Allmörg áður óprentuð dæmi eru þar á meðal, einkum eptir
Shinkman; flest dæmi eru eptir hann i bókinni, alls 57, þar næst eptir
Loyd, “der Meister aller Meister,” 41 að tölu, eD annars eru dæmi eptir
flesta höfunda, er nokkuð kveður að. Nafn bókarinnar er dregið af þvi,
að hún er samsett af prýðilegum smámyndum skákdæmalistarinnar, og
sýnir frummyndir allra skákdæmahugmynda i hinni einföldustu fram-
setningu, eins og tekið er fram i formálanum, þvi að töfrar skákgátunnar,
sem fóignir eru í fallegu skákdæmi og gleðja fegurðartilfinningu manna eigi
minna en smellin, andrik visa eða hnittið spakmæli, koma máske hvergi
eins ljóslega fram og i þessu einfalda formi. Það er gaman að ganga
gegnum þessa bók og kynna sér hana vel. Vér viljum einungis benda á
eitt, er getur valdið misskilningi; útgefandi telur frú E. E. H. Baird og