Í uppnámi - 24.12.1901, Qupperneq 60
kaupa fjölda bóka um skáktafl, alls kyns ritgerðir bæði um sögu þess
og iðkun.
Brátt varð ljóst, að í þessu litla atriði lá fólgin skýringin á
hinni sorglegu vanrækslu í háskólastarfi prófessorsins. Margir af með-
limum vísindadeildar hans, einkum hinir forvitnari þeirra, byrjuðu
nú í tilefni af þessu að lesa rit um hið indverska tafl og sjálf
háskólastjóra-dýrðin gjörðist áskrifandi að skáktímariti einu. Yinir
hins umbreytta vísindamanns leituðu ráða hjá skákfélögum, tafl-
mönnum og skákritstjórum. En nú vildi svo til, að einmitt rétt við
háskólabæinn hjó einn af hinum fremstu taflmönnum, er þá voru
uppi, skarpvitur maður mjög, duglegur og gáfaður. Nafn hans hafði
um langan aldur verið heimagangur, hvar sem skák var iðkuð. A
fundi þeirra manna, er létu sér annt um safnið og forstjóra þess, var
ályktað að spyrja Tam Boyd ráða. Skírnarnafn hans, eins og Tam
O’Shanter’s, liefur skáldið Burns gjört frægt og ber það ljósan vott
um hið gallneska ætterni hans; en það er óhætt að segja, að
hann hafði með viðurnefndi sínu tekið í arf nokkuð af blóði en þó
meira af gáfum hinna fornu Kelta — þessara heilögu byggjara Stone-
henge’s og hinna undarlegu hauga og hóla, fróðu mannanna í Agham
rúnum og drúidiskum þrenningariærdómum, meistaranna í “raison
d’étre” hinna óskiljanlegu hringturna og gnægð þeirra af helgisiðum
og leyndardómum. Iþróttamaður var hann eins og hann átti ætt til,
því að aldrei hafa verið til fræknari bogmenn, skilmingamenn, hlauparar,
lcastarar og glímumenn en hinir fornu Bretar. Hann átti því að
nolckru Jeyti skylt við Harnell-prófessorinn, því að honum lá jafn
nærri skapi að fást við djúpsettustu rannsóknir sem að njóta hvers
kyns skemmtana og unaðssemda.
III.
Boyd kom og rannsakaði málið þungbrýnn og hugsandi. “Áður
en vér gjörum vorn fyrsta leik”, sagði hann, “og áður en vér leitumst
við að finna nokkur einstök afbrigði í framferði hans, verðum vér að
vita hvað hann gjörir við öll þessi skákrit. Hann hittir enga tafl-
menn; hann kemur aldrei í neina klúbba; hann stendur elcki í
sambandi við nein skáktímarit. Vér verðum að sjá hann; vér verðum
á einhvern hátt að komast eptir því, hvað er hans dagleg iðja. Ef
vér eigi vitum hvers kyns þessi stöðugu aukastörf hans eru, þá
getum vér þegar slegið þessari þraut frá oss. Ef vér getum fundið
lausnarleikinn að gjörðum hans, þá kemur Jiinn hluti úrlausnarinnar
af sjálfu sér.” Þannig ályktaði heimsins hezti skákdæmahöfundur, er
hann hóf verk sitt, En því, sem hann stakk upp á að gjört væri þá