Í uppnámi - 24.12.1901, Side 62
130
jafnvel lesið titlana á mörgum skákbókunum, er liggja á borðunum
hjá honum eða standa uppi í hyllunum. Skákbókasafn hans er nú
orðið allstórt og mjög merkilegt. En eg vil einungis vekja athygli
yðar á mikilvægasta hlutnum, sem hér er hjá honum. Þessi mynd”
— og hann útbýtti um leið hálfri tylft eintaka af einni ljósmynd —
“er af hinu stóra skrifborði prófessorsins. Efst á því sjáið þér stórt,
nálega ferhyrnt brot af steini, sem er svo þungt, að það verður að
skorða það upp við vegginn. Fyrir framan það, einnig andspænis stól
eigandans, eru nokkur skákborð ýmislega löguð og er mörgum af
mönnunum raðað í taflstöður á þeim. Það lítur út fyrir, að hér sé
unnið af kappi að nokkru, sem eg þekki mjög vel til, en það er að
búa til eða ráða veruleg eða tilbúin taíllok. Ef vér nú athugum
markverðasta hlutinn hér, hinn æfagamla, úthöggna stein, sjáum vér
brot af orðum hingað og þangað á hinum skörðóttu röndum hans.
Það er fyrir lærðari menn mér að ákveða hvaða staíir þetta séu; en
augljóst er, að þeir eru færri og ófullkomnari en svo, að úr þeim
verði lesið. Aðalhluti eða miðja þessa forna grips er hins vegar
öldungis heil. Frá sjónarmiði byggingameistara mundi hún eflaust
talin líkjast 'þilspjaldi’. Þér sjáið víst, að hún er alveg ferhyrnd og að
henni er skipt af dálítið upphleyptum þverlínum í 64 ferhyrnda parta.
Með öðrum orðum hún er nákvæmlega eins og nútíðar-skákborð að
öðru en því, að reitirnir eru ekki litaðir eða aðgreindir hver frá öðrum
á annan hátt en með rákum eða línum, sem liggja þvers og endilangt
eptir yfirborðinu. Yér getum hæglega rakið til fullnustu bæði reita-
línur og reitaraðir.
Hérna sem eg nú drep fingri mínum niður er sú reitalína, er
Þjóðverjar kalla /"-línuna. A báðum endareitum hennar er upphleypt
mynd, er sýnir, að því er einn af yðar lærðu mönnum hefur sagt
mér áðan, höfuðbúnað fornindversks konungs eins og hann er myndaður
í klettamusterum og steingröfum í Suður-Asíu. Og eg hef líka í skák-
söguritum séð myndir af þessum konunglega höfuðbúningi og er hann þar
kallaður húfur hinna indversku rajaha eða konunga. Myndin áneðsta eða
fyrsta reit /’-línunnar er, ef eg má svo að orði komast, fyrirferðarminni
eða upphleypt til hálfs, en myndin á f8 öllu stórgerðari. Þær sýna
að minni hyggju, mínir herrar, hina tvo skákkónga, liinn hvíta og
hinn svarta, og tafistaðan er því ef til vill hið elzta af öllum fornum
skákdæmum. En að leysa það virðist ekki vera alllétt, að minnsta
kosti þarf til þess mikla æfingu í þess kyns andlegu erfiði. Vér
höfum þá ráðið leyndardóm hinnar sorglegu einangrunar prófessors
Perkins’, en hann hefur auðsjáanlega ekki ráðið leyndardóma skák-
dæmis síns. Það verður nú líka skákdæmi mitt, og ef mér ekki
skjátlast, þykist eg nú þegar sjá hina réttu ráðningu á hinni virðulegu