Jólabókin - 24.12.1914, Page 11

Jólabókin - 24.12.1914, Page 11
11 sem sál hans væri í svartnættismyrkri. Þá fór hinn sjúki, ungi maður heim til for- eldranna, hann fór'heim rjett fyrir jólin. Sibbern, er síðar varð nafnfrægur heim- spekingur, fylgdi honum heim. En þegar Grundtvig kom heim, þá fann hann þann frið, sem hann þráði. Aldrei gleymdi hann þeirri jólahátíð. Kirkjuklukk- urnar töluðu til hans með englarödd. Jóla- barnið stóð við hlið hans. Þá veitti kirkju- gangan honum hina sönnu gleði. Jólin voru komin, jólin, sem höfðu verið dauð, voru nú lifandi, jólin, sem liöfðu verið týnd, voru nú fundin. Þá orti hann hinn fagra jólasálm: »ó, hve dýrðleg er að sjá alstirnd himins festing blá«. Þá sá hann með auðmjúkri trú barnið og hina heilögu móður: Stjarnan skær þeim lýsti leið; leiðin pannig varð þeim greið, unz þeir sveininn fundu fríða; fátæk móðir vafði’ hinn blíða helgri í sælu’ að hjarta sjer. A bernskuheimilinu og i hinni gömlu kirkju fann hann jólin. Hann styrktist í anda, eignaðist hinn sanna frið og gekk því ein- beittur og óhræddur út í baráttuna. Hann

x

Jólabókin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.