Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 11

Jólabókin - 24.12.1914, Blaðsíða 11
11 sem sál hans væri í svartnættismyrkri. Þá fór hinn sjúki, ungi maður heim til for- eldranna, hann fór'heim rjett fyrir jólin. Sibbern, er síðar varð nafnfrægur heim- spekingur, fylgdi honum heim. En þegar Grundtvig kom heim, þá fann hann þann frið, sem hann þráði. Aldrei gleymdi hann þeirri jólahátíð. Kirkjuklukk- urnar töluðu til hans með englarödd. Jóla- barnið stóð við hlið hans. Þá veitti kirkju- gangan honum hina sönnu gleði. Jólin voru komin, jólin, sem höfðu verið dauð, voru nú lifandi, jólin, sem liöfðu verið týnd, voru nú fundin. Þá orti hann hinn fagra jólasálm: »ó, hve dýrðleg er að sjá alstirnd himins festing blá«. Þá sá hann með auðmjúkri trú barnið og hina heilögu móður: Stjarnan skær þeim lýsti leið; leiðin pannig varð þeim greið, unz þeir sveininn fundu fríða; fátæk móðir vafði’ hinn blíða helgri í sælu’ að hjarta sjer. A bernskuheimilinu og i hinni gömlu kirkju fann hann jólin. Hann styrktist í anda, eignaðist hinn sanna frið og gekk því ein- beittur og óhræddur út í baráttuna. Hann

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.