Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 18

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 18
En meistarinn kallaði á 12 vetra gamlan dreng, sem var einn af lærisveinum hans, og hann mælti við gamla manninn: »Hér sér þú annan vin þinn, sem dó. Hann hafði helgað mér líf sitt og krafta, til þess að heimurinn mætti verða aðnjótandi blessunar af návist minni. Nú hefur hann fengið nýjan og sterkan líkama, svo hann getur haldið áfram starf- inu i þjónustu minni hér á jörðunni.« Þá stóð skyndilega mitt á meðal þeirra miðaldra maður, sem hafði ekki verið þar áður, og meistarinn mælti við hann: »Hver ert þú og hvaðan komst þú?« Ókunni maðurinn svaraði: »Drottinn minn og vinur, ég var hinn vinurinn gamla mannsins. Dauðinn kallaði mig burtu. En ég ákvað að flytja hinum framliðnu boðskapinn um komu þína, alt þar til þú birtist okkur á landi Ijóssins. Á meðal þeirra hef ég starfað fyrir þig í öll þessi ár. Eg og ótal margir aðrir á því tilverustigi, sem ég er á, höfum notið blessunarinnar af návist þinni. Þeir eru nú með mér hér, og þó þeir bræður okkar, sem íklæddir eru jarðneskum likama, sjái þá ekki, þá sér þú þá. Við höfum biðið þín og erum nú reiðubúnir að gera vilja þinn, hvort heldur er á landi lifenda eða framlið- inna manna.« Hinn látni bróðir vor elskaði meistarann og vildi starfa fyrir hann. En nú síðast var líkami hans orðinn veiklaður, og lítt nothæft starffæri anda hans. Er það þá ekki í raun og veru gleðiefni, að hann fékk svo fljótt að afklæðast hon- um? Ef til vill heldur hann áfram að dveljast á meðal vor og hafa áhrif á oss með anda sinum, þó hann sé hulinn jarðneskum augum vorum. Eða ef til vill þarf meistarinn hans með til annara starfa annarstaðar, og því skyldum við þá kvarta, þó hann fylgdi þeirri köllun. Þetta vitum við 16

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.