Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Síða 23
og þeim mun ítarlegra sem þau hafa þokast lengra i þekk-
ingaráttina. En sú framþróunarsaga, sem vísindin segja oss,
er að eins þróunarsaga lífsgerfanna og er því ekki nema
hálfsögð saga. Hún fræðir oss að eins um hið ytra, þau
atriði framþróunarsögunnar, sem minstu máli skifta.
Ilins vegar gelum vér fræðst um hina innri framþróun, ef
vér leggjum stund á hin andlegu visindi, þá speki, sem
er ekki speki þessarar aldar, heldur speki guðs, hin hulda,
sem postulinn talar um. Og hún fjallar um framþróun lífs-
ins, framþróunina, er þokar mönnunum i fullkomnunar-
áttina, leiðir mannanna syni inn í dýrðina og lætur þá að
lokum ná »vaxtarhæð Kristsf)dlingarinnar«.
Og vér skulum nú virða fyrir oss framþróun lífsins í
þeirri tilverudeild, sem vér sjálfir tilheyrum, sólkerfinu, sem
er að líkindum að eins eitt af óteljandi milljónum sólkerfa.
í upphafi var guð, hið þríeina líf, hið þríeina ævarandi
guðdómsorð, hið þríeina Ijós, sem brauzt fram úr hinni
óskynrænu guðdómsdýrð.
Þar næst voru hinir voldugu höfuðenglar sjö, hinir rniklu
andar, eldlamparnir frammi fyrir hásæti guðs, hinir heilögu
stjórnendur, máttarvöldin, synir guðs, morgunstjörnurnar,
sem sungu gleðisöngva allar saman á þeim degi, er hin
jarðneska tilvera var grundvölluð.
Og hjá þeim voru lífsfræin fólgin, hinar andlegu orku-
stöðvar, sem hafa ekki enn þá leitt alt það i ljós, sem
leynist með hinu andlega eðli, sem á fyrir sér að ná mann-
legum þroska á hinum lægri tilverustigum. Pví vitundar-
lífinu var áskapað að verða fyrir þjáningum, heyja barátlu
og öðlast hina dýrðlegu fullkomnun — því var alt þetta
áskapað, þegar áður en veröldin var grundvölluð. Og þelta
21