Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 24

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 24
vitundarlíf er vort insta eðli, ljós það, sem persónuleiki vor eða hinn ytri maður er að eins ófullkomið endurskin af. Og að lokum á það fyrir öllum sálum að liggja að verða hinnar miklu dýrðar aðnjótandi, sem þeim var fyrir- húin þegar í upphafi. Og þá verður tilveran skipuð sonum guðs, sem hafa náð þvi að verða fullkomnir eins og faðir þeirra á himnum er fullkominn. í upphafi flæddi fyrsta lífsaldan út frá guði. Andinn sveil' yfir vötnunum, kveikti lif og gerði efnið í hinum auða og tóma geimi Iífi þrungið. t*ar næst tlæddi önnur lífsaldan. Hún er hið eilifa og guðdómlega sonareðli, hið eilífa orðið, er mótar öll lífsgerfin, hæði þau, er vjer sjáum og liin, sem hulin eru alveg sjón- um vorum. Þetta guðdómlega sonareðli kemur af himnum ofan, íklæðist efninu, sem andinn hefur þegar lífgað og það á fyrir því að liggja að verða hold, verða að manni. Og vér lifum í því, það hefur sjálft kjörið oss, áður en veröldin var grundvölluð, hefur kjörið oss til þess að verða limir, gæddir fullri meðvitund á likama sínum, hins guð- dómlega manns. Og hinn guðdómlegi maður »sefur i steinarikinu, dreymir í jurtarikinu, vaknar í dýrarikinu og kemst til sjálfsmeðvit- undar í manninum.« Þvi þegar framrás vitundarlífsins er komið svo langt áleiðis, hefur þriðja lífsaldan ílætt á móti því. Og hún hefur ilætt út frá guði föður, föður Ijóssins og föður þess anda, sem býr hið innrá með oss. Þá hefur lífsanda verið blásið inn í hina dýrslegu sál, svo að hún er orðin lifandi sál, sem hinn guðdómlegi andi býr í og fær að lokum komist að raun um, að hún og sjálfur guðdómurinn er eitt. 22

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.