Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 31

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 31
þetta. Því það liggur í augum uppi, að hin andlegu hnoss fást ekki, nema því að eins, að eftir þeim sé leitað. Fyrsta skilyrðið er það, að menn þrái þau af heilum og óskiftum hug. Það er óhugsandi, að menn fái höndlað sannleikann fyrirhafnarlaust. Er hugsanlegt, að menn geli keypt hann eins og menn kaupa eitthvert sérstakt guðfræðisrit? Og er það sennilegt, að menn geti fengið hann sem eins konar »hlunnindi«, sökum þess, að þeir játa einhver sérstök trúar- ákvæði? Nei, slíkt er með öllu óhugsandi. Og er það senni- legt, að sumir menn fæðist fyrir tilstilli skaparans, þar sem sannleikurinn er skýlaust kendur, en aðrir séu látnir fæðast í »heiðindómi og villu«? Síður en svo. Enginn maður getur öðlast hið æðsta hnoss, sannleikann eða guðlega opinberun, nema þvi að eins, að hann hafi sjálfur leitað hennar. Og allir þeir menn, sem hafa beðið, leitað og knúið á og snúið jafnframt bakinu við öllu öðru, hafa fundið sannleikann, því fyrir þeim einum verður lokið upp. Það sannast á þessu eins og svo mörgu öðru, að hyer sá maður, sem hefur eyru til að heyra með, hann mun heyra, en hinir, sem hafa ekki opin eyrun til þess að heyra og skilja, þegar rætt er um andlega hluti, þeir heyra ekki, en verða þá að láta sér nægja það að játa einhver sérstök trú- arákvæði og taka líkur, í stað sannreyndra hluta. En ból er í máli, að slíkir menn koma einnig, þó seinna verði, og slást í för þeirra manna, sem leita sannleikans. Þetta er sú huggun, sem þeir menn hafa á boðstólum, er hafa sjálfir lifað andlegu lífi og vita hvern veg því er farið. Og vér höfum sjálfir sannfærst um það með svo áþreifanlegum hætti, að oss finst sem vér höfum lifað áður í andlegu hálfrökkri í samanburði við hið andlega Ijós, er skín nú á móti oss. 29

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.