Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 32

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 32
Yér vitum nú, að samfélag heilagra er til og að það blessar, verndar og fræðir þjóðirnar í heiminum. Og vér vitum fyrir víst, að frá því koma allir hinir meiri háttar andlegu straumar, alt hið andlega líf og kenningar um hin eilífu sannindi tilverunnar, er vér nefnum trúarbrögð. Frá samfélagi heilagra koma einnig án aíláts hinar ýmsu grundvallarskoðanir, sem verða til þess að skapa eða endur- skapa hinar og þessar heimspekisstefnur og færa út kvíar vísindanna, er verða svo til þess að auka og frjógva hugs- analíf þjóðanna og auka þekkingarforðann. í samfélagi heilagra eru og þeir þjónar hinnar guðdóm- legu forsjónar, er sjá um, að hver maður uppskeri eins og hann hefur tilsáð og ráða, samkvæmt órjúfanlegu lögmáli, þvi, sem vér köllum örlög manna. Svo eru aðrir, sem ráða yfir hinum ýmsu þjóðum, huldir og heilagir stjórnendur, er stýra þjóðflutningum, er verða til þess að blanda þjóðernin, er þeir álíta nauðsynlegt að nýr kynþáttur komi til sögunnar, kynþáttur, sem leiði í ljós nýja þjóðarhæíileika, er hafa leynst með mannkyninu, og gera mannssálunum, sem fæðast með honum, fært að læra margt það, er þær hafa ekki átt kost á að tileinka sér annarsstaðar. Svo eru líka aðrir, sem hafa vakandi auga á hinum and- legu efnum þjóðanna, veita þeim hina æðri vizku, láta bera hin andlegu sannindi á borð fyrir þær og Ijúka upp hlið- unum á musteri sannleikans fyrir þeim mönnum, er knýja á. Og þeir halda jafnan vizkukyndlinum á lofti mitt í svartamyrkri mannlegrar vanþekkingar. Hver og einn einstaklingur í hinu heilaga samfélagi hefur sérstakt starf með höndum eða stöðu meðal þeirra manna, er náð hafa mannlegri fullkomnun, En allir stjórnast þeir 30

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.