Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 46

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 46
forna átrúnaði feðra vorra, ásatrúnni. Ásatrúarmenn höfðu jafnan jólafagnað og jólaguðsþjónustur, hin svo nefndu jóla- blót. Það er sagt, að sú trú hafi verið almenn bæði með norrænum þjóðum og Keltum í fornöld, að guðirnir hefðust meira við hér i heimi um jólaleytið — frá 25. des. til 6. jan. — en aðra tíma ársins. Þess vegna munu jólin hafa verið hin heigasta hátið með Ásatrúarmönnum. Þá þektust og jólin með Fornegiftum. Sagan segir, að einn af hinum helztu guðum þeirra eða guðmennum, Horus, hafi verið fæddur um vetrarsólhvörf. Og því var jafnan mikið um dýrðir á hinum egiftsku jólum. Þá var borin mynd af Horus nýfæddum um helztu götur borganna, að sinu leyti eins og útskorin mynd af Kristi hefur verið borin um göt- urnar í Rómaborg á jólunum. Þá voru líka i Egiftalandi miklar skrúðgöngur á jólunum og hvers konar fagnaður og hátíðarhöld. Persneski guðinn, Mithra, var eins og fleiri guðmenni fæddur um vetrarsólhvörf og þar af leiðandi héldu Persar heilög jól eins og svo margar aðrar guðstrúarþjóðir. Sama var að segja um Rómverja eftir að Mithra-tignunin barst til þeirra. Fæðingardag sólguðsins, Mithra, nefndu þeir fœðing- ardag hinnar ósigruðu sólar Grikkir liéldu einnig hátíð, er samsvaraði jólunum með oss kristnum mönnum. Sú hátið var helguð guðinum Dio- nýsos, sem Forngrikkir skoðuðu sem frelsara mannanna og fagnaðarboðbera guðanna. Hátið þessi var i Poseidonis- mánuði eða um vetrarsólhvörf. En þar að auki voru guði þessum helgaðar íleiri og meiri hátiðir á árinu. Dionýsos var nefndur Bakkus með Rómverjum. 1 Dies Natalis Solis Invicti. 44

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.