Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 52

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Side 52
hvílir á, þá get ég ekki imyndað mér, að nokkur áheyrandi hennar hafi farið svo út, að hann hafi ekki verið gagntekinn af þessari sannleikselskandi, heiðvirðu og göfugu konu. En ég ætla mér ekki að blanda hér saman boðskapnum og þeim, er flutti hann. Eg vildi að eins óska, að ég gæti litið hann frá sama sjónarmiði, sem hlýtur að liggja til grund- vallar fyrir skoðunum hennar. Í’ví miður hef ég hvorki þá þekkingu né hæfileika til brunns að bera, sem þarf til þess að geta lagt nokkurn dóm á þá skoðun, er Mrs. Annie Besant hefur á framþróunarskeiði mannkynsins, fortíð þess og framtíð. Hún gerði snildarlega grein fyrir þessari skoðun sinni í fyrirlestrunum og að því er sýnist, er hún reist á sérstökum rannsóknarferðum, sem ég þekki ekki. Mrs. Annie Besant segir t. d., að víðáttumikið meginland eða heimsálfa, Atlantis, hafi sokkið í sjó í ómunatíð, þar sem nú er Atlanz- haf. Orsökin voru afskapleg eldsumbrot. Hún mintist líka á aðra álfu, sem á að hafa sokkið i sjó löngu áður en Atlantis fórst; sú álfa var kölluð Lemúríulönd og var, þar sem nú er Kyrrahaf. I3á segir hún, að hinar mörgu eldeyjar, sem koma nú öðru hvoru upp suður í Kyrrahafi, séu byrjun þess, að ný heimsálfa risi úr sjó, sem á fyrir sér að verða miðstöð nýrrar heimsmenningar í sögu mannkynsins, að mörgum árþúsundum liðnum. Annars er sem Mrs. Annie Besant geti litið yfir geysimikil tímabil — milljónir ára. Mrs. Annie Besant segir enn fremur, að nýr kynþáttur sé að koma í ljós í Bandarikjunum. Segir hún, að hinir meiri háttar þjóðfræðingar vestan hafs hafi skýrt stjórn Banda- ríkjanna opinberlega frá árangrinum af athugunum sínum á hinum nýju þjóðareinkennum, sem eru nú sem óðast að koma þar í ljós. Þeir menn, sem eru fæddir með þessum þjóðareinkennum, eru fríðir sýnum, eru gáfaðir menn og 50

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.