Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 58
er hann kemur og getum þá sagt eittlivað á þessa leið:
»Eg hef óskað þess mest og þráð það, að þú, drottinn,
kæmir til vor.«
Nú er mannkynið stöðugt að vakna til meðvitundar um
hina miklu neyð, sem það er stalt í. Og fmnum vér það
ekki æ betur og betur með hverjum degi, sem líður, að
enginn hlutur fær bjargað oss frá hvers kyns böli og þján-
ingum, nema hinn ósérplægni kærleikur — leyndardómur
Krists. IJess vegna getur það ekki verið nokkrum efa bundið,
að koma hans hlýtur að verða heiminum til hinnar mestu
blessunar, svo framarlega sem hann er nokkurn veginn
undir hana búinn.
Vera má að sumir vilji segja — og ég álít að það sé rétt
— að kirkjan hafi alt af vænst komu Krists. Því enginn
maður getur lesið svo Nýja testamentið með athygli, að
hann sannfærist ekki um það, að hverjum kristnum manni
beri að vænta endurkomu meistarans. En þá liggur nærri
að spyrja: Hvers vegna gefum vér þá þessum boðskap
Mrs. Annie Besants sérstaklega gaum, þar eð beilög ritning
ílytur oss þennan sama boðskap? Þessu verð ég að svara á
þessa leið: Það er vegna þess, að konan, sem kemur fram
með þennan boðskap, sagði eitt sinn skilið við kristindóm-
inn og fór inn á aðrar rannsóknarleiðir en þær, sem kirkjan
vísar. Og nú er hún komin að sömu niðurstöðu í þessum
efnum og vér, jafnvel þótt hún hafi farið aði’a leið, stefnt
meira að segja í gagnstæða átt við þá götu, sem vér höfum
gengið. Það er þess vegna, að vér verðum svo hugfangnir af
boðskap hennar. Þegar kristinn kennimaður prédikar um
endurkomu Krists, þá látum vér, eins og kunnugt er, alt
slíkt eins og vind um eyrun þjóta, skoðum það sem venju-
legt orðagjálfur á prédikunarstól. En þegar einhver maður
56