Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 63
beinar brautir hans. Og vér skulum hafa það jafnan hug-
fast, að það er sjálfur kærleiksmeistarinn, sem vér vænturn
— hann, sem hefur haft hin ævarandi áhrif á heiminn, þessi
fáu ár, sem hann lifði austur á Gyðingalandi fyrir um 2000
árum. Hver einasti maður, hversu vantrúaður sem hann
kann að vera, hlýtur að kannast við, að sú koma Krists
í holdinu, hafi markað greinileg timamót í sögu mann-
kynsins. Því upp frá því hefur kærleikurinn verið skoðaður
sem hið insta eðli lifsins. Aðalatriði eða kjarninn í hverri
trú hefur verið: ástin til guðs og manna. Geisli frá hinu
guðdómlega Ijósi féll til vor af himni við komu kærleiks-
meistarans. Og jafnvel þótt oss hafi sýnst sem sá geisli
hafi horfið sjónum vorum, þrátt fyrir það, að engir sýndust
trauðari lil þess að fylgja sendihoða sannleikans en þeir
menn, sem játuðu fylgi við kristna kirkju, — þá var geisl-
inn eigi að siður í kristindóminum. Og þrátt fyrir það, að
engir hafa fótum troðið eins svivirðilega boðorð kærleikans
eins og einmitt þeir, sem kalla sig kristna, þá var hið mikla
Ijós i kirkju hans og lýsti heiminum.
Hann kom til vor hógvær og litillátur. Hann lifði hér
í heimi hinu einfaldasta og hispurslausasta lifi, jafnvel þótt
líf hans væri hið dýrðlegasta líf, sem lifað hefur verið á
jarðriki. Hann dó á krossi og fyrirgaf og bað þá fyrir fjand-
mönnum sínum og sýndi oss þannig, að kærleikurinn er
»alfa« og »omega« og er hinn fullkomnasti skilningur á
uppruna tilverunnar. Og hann mun koma aftur, til þess að
endurnýja boðskap sinn og vísa oss sjálfur þann veg, sem
vér verðum að fara, ef oss á að auðnast að lifa eftir kenn-
ingum hans — nú eftir margra alda þreytandi viðleitni, sem
61