Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 78

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 78
vor, áður langt um líður, alveg eins og hann kom fram í Gyðingalandi forðum daga. En ég geri ráð fyrir, að þér munuð spyrja: »Hvernig geta menn nú vitað, að koma Krists er í nánd?« Vér getum vitað það, sökum þess, að Kristur er lifandi vera. Og hann á sér spámenn nú á timum, alveg eins og í fyrndinni — menn, sem vita hver er vilji hans og kosta jafnan kapps um að feta í fótspor hans. Og það eru þeir, sem boða nú komu hans, alveg eins og fornaldarspámennirnir gerðu, þegar koma hans var þá i nánd, því að þeir vita, að hann hefur kunngert, að hann ætlar að koma til vor enn þá einu sinni. Þér munið hvernig hann kom seinast. Og þér vitið, að tölu- verður ruglingur er á frásögunum um komu hans. Þvi þegar klerkar vorir og kennimenn tala um trúarleiðlogann Krist, þá gera þeir engan greinarmun á honum og meistar- anum Jesúm. En það var trúarleiðloginn Kristur, sem tók sér bólfestu í likama Jesú og talaði fyrir munn honum. Ég geri ráð fyrir, að yður sé þetta kunnugt, en þetta er samt sá hlutur, sem margar þúsundir manna, er tigna Krist og til- biðja, hafa aldrei heyrt. Þeim hefur þvi ekki skilist, að trúarleiðloginn eyðir aldrei tímanum til ónýtis og að hann sjálfur er alt af að starfa í þjónustu mannkynsins. Og hann vakir yfir guðstrúnni í heiminum — ekki að eins einni sér- stakri trú, heldur öllum trúarbrögðum veraldarinnar. Hann getur því ekki Iátið tímann ganga í það að lifa árum saman i óþroskuðum barnslíkama, á meðan hann er að vaxa upp. Hann fengi, eins og gefur að skilja, harla litlu til leiðar komið, á meðan hann er að eins barn að aldri, jafnvel þótl hugmyndin um hann sem barn sé einkar skáldleg og fögur. Þess vegna lætur hann heldur einn af lærisveinum sinum fæðast í þeim líkama, sem hann ætlar sér að nota. Og 76

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.