Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 82

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 82
ærin hvöt, til þess að reyna af öllum mæfti að lifa sam- kvæmt heiti yðar, alt þetta líf. Það er mjög liklegt, að kenningar hans munu fara i lika ált og kenningar allra hinna meiri háttar trúarbragða. En auk .þess mun hann leggja ríkari áherzlu á eitt og annað atriði i hinum ýmsu trúarbrögðum, alt eftir því, hvað helzl og bezt á við á hverjum stað. Ég geri t. d. ráð fyrir, að hann muni leggja aðaláherzluna á sjálfsfórn og sanna guðrækni með kristnum mönnum. Hins vegar mun hann brýna fyrir þjóðum, sem tilheyra öðrum trúarbrögðum, ýmsar aðrar dygðir eða eðliskosti, sem hann sér, að þeim er áríðandi að glæða hjá sér. Og þér fáið að sjá hvað það er, sem hann álítur að þjóðirnar þarfnist fyrst og fremst, þegar hann er kominn. Það getur átt sér stað, að hann endurnýi þá trú, sem fyrir er eða rýmkvi hana að meira eða minna leyti og veki þannig nýtt lífsmagn með henni. En það getur líka farið svo, að hann stofni nýjan sið. Vér vitum ekki hvað hann álítur æskilegast, en hitt vitum vér, að hinn andlegi konungur vor er imynd vizkunnar, máttarins og fegurðarinnar, og hvað svo sem hann gerir, þá hlýtur það að vera hið viturlegasta, sem unt er að gera og mannkyninu fyrir lieztu. Og það, sem yður skiftir mestu máli er það, að þér þekkið hann, er hann kemur og verðið reiðuhúnir til að fylgja honum. Þá er hann var hér siðast, sögðu menn, að þar sem sitl kendi hver, þá væri ekki gott að vita, hvað væri sannleikur; en hann sagði, að hver sá maður, sem gerði vilja sins himneska föðurs, kæmist að raun um, hvað væri sannleikur. Leiðin, sem liggur til sannleikans, er að láta sér lærasl að gera vilja guðs. Lifið því samkvæmt þeirri kenningu, sem þér hafið nú sem stendur og þegar svo einhver æðri eða ýtarlegri kenning 80 i

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.