Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Síða 87
Götusóparinn.
Það var einu sinni í fyrndinni, þegar Rishíarnir komu
miklu oftar til mannanna barna en nú, að einn þeirra kom
í borg eina austur í Bengal. Erindi hans var að flytja
mönnunum fagnaðarerindi guðs.
Allur borgarl57ðurinn þyrptist að bonum, til þess að hlýða
á bann, því að allir vissu, að hann var þeim af guði sendur.
Og meðal áheyrendanna voru fjórir menn, sem orð hans og
kenning hafði enn þá meiri áhrif á en aðra.
Einn þeirra var heimspekingur, annar skáld, þriðji stjörnu-
fræðingur og fjórði götusópari.
Þeir höfðu heyrt hinn mikla fræðara tala um helgunar-
brautina eða veg lærisveinsins, sem kallaður er. Og þeir
urðu gagnteknir af ákafri þrá að gerast sem fyrst lærisveinar
hans. Þegar hann var hættur að kenna lýðnum, gengu þeir
allir fram fyrir hann, lutu honum og háðu liann að gera þá
að lærisveinum sínum. Hann kvaðst skyldi minnast þeirra,
en þeir gætu ekki orðið lærisveinar hans, fyr en að sjö
árum liðnum. Þetta sjö ára tímabil yrðu þeir að nota sem
bezt, til þess að undirbúa sig, svo að þeir gætu fylgt honum,
er hann kallaði þá til sín.
Meistarinn hélt svo leiðar sinnar til næstu borgar og tlulli
mönnum' þar hinn sama fagnaðarboðskap guðs.
85