Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 90

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 90
hverju kvöldi og lagðist til hvíldar með nafn meistarans á vörum og þá þrá í hjarta, að þjóna honum.« í þessum svifum kom meistarinn út úr musterinu og allir lutu honum. »Kom þú, sonur minn,« sagði meistarinn og leit til götu- sóparans. Allir einsetumennirnir undruðust hve mikil ástúð og virð- ing lýsli sér í þessum orðum fræðarans. Skáldið gekk þá fram fyrir hann og mælti: »Megum vér þá ekki fylgja þér lika eins og götusóparinn?« En meistarinn hristi höfuðið, leit til þeirra angurblíðu augnaráði og mælti: ^Það mundi ekki verða yður til nokkurra nota, þér eruð ekki enn þá undir það búnir að gerast lærisveinar mínir.« Heimspekingurinn, skáldið og stjörnufræðingurinn horfðu um stund á eftir meistaranum og götusóparanum, unz þeir hurfu fyrir bugðu, sem var á veginum. Síðan héldu þeir áfram ferð sinni inn í borgina, staðráðnir í því að halda áfram undirbúningsstarfi sínu, mitt í hávaða og glaumi hins daglega lífs og — í þjónustu sambræðra sinna. Pýtt hefur lauslega S. Kr. P.

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.