Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 94

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 94
4 Hann gaf sjálfan sig.1 Margt af þvi, sem yður finst nú óskiljanlegt, liggur í aug- um uppi, þegar hin æðri vitund, hin guðræna vitund tekur að glæðast hjá yður. Þá fáið þér og skilið, hvernig þrautirnar og þjáningarnar verða til þess að göfga yður og hreinsa hjarta yðar. Það er bæði vissara og veglegra að sætta sig við þær hörmungar, sem að höndum bera, því að í þeim er þá áreiðanlega fólgið fyrirheit um fullkomnun sálarinnar. Hafið þér aldrei fundið hinn ömurlega tómleik og fánýti gleð- innar? Eg segi yður, að það er ekki unt að fmna né þekkja hinn sanna fögnuð — ekki vinnandi vegur að komast upp á hátinda gleðinnar, fyr en þér hafið kafað viðlika djúpt niður í hyldý'pi hörmunganna. Kvöl yðar er eldur málm- bræðslumannsins (Mal. III, 2). Og það er hann, sem hreinsar sorann úr yður, og er yður því til góðs en ekki til ills. Hin 1 Grein þessi er seinasti kailinn (lesson) í hinni yndislcgu bók: Chrisl in You, þ. e. »Kristur í yður«. Pað liefur verið sagt um þá bók, að liún væri mesta opinberun vorra tíma (the greatest revelation of modern times). Ifún er rituð af ósýnilegum höfundi og er efalaust, eilt liið fegursta trúarrit, er komið liefur fram »að handan«. Bókin fæst hjá: Dodd, Mead and Company, New York. 92

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.