Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Síða 8
Friedrich von Scliiller:
| IÐUNN
Taktu’ einn tón úr samhreiminu’ og sjá,
ósainræmi og óhljóð úr því verður.
Rændu lilum regnboganum frá,
þér rennur strax í hug: ei svona gerður
var friðarboginn fyrstu tímum á.
— Því fagra og sanna aldrei sundra má.‘
Þeir stóðu, er þeir ræddu svona saman
á svæði einu boghvelfingu í.
En hjúpuð standmynd stóð þar fyrir framan
svo stórfengleg, að sveinninn leit á ný
á spekinginn og spurði í hálfum hljóðum,
hvað sparlök þessi dyldu fyrir sér.
En vépresturinn svarar sem á glóðum:
— ,Sannleikurinn þarna dulinn er!‘
,Hvað þá? Það sem þrái’ eg, það er hér!
Og það þið einmitt dyljið fyrir mér?‘
,Það þú átt við guð þinn einan, góði,‘
gegndi hinn, ,því svo er fyrir lagt,
að engir menn, þótt logheit löngun bjóði
lyfti því tjaldi, fyr en þeim er sagt.
En dirfist einhver ekki þessa að gæta
og ef hann saurgum höndum um það"fer
þá — segir gyðjan — á hann mér að mæta!‘
— ,Og meira?‘— ,Já,— þá sannleikann^hann sér!‘
.Merkilegt goðsvar! — Getur þetta verið?
Og gazt þú aldrei fortjaldinu lyft?‘
,Nei, fjarri því; og þótt svo hefði verið,
ég þyrði ei að fá því burtu svift.‘
,Svo örþunt tjald á milli mín og hans
og mega ei reyna.‘ — ,Gæltu þessa banns!
Tjaldið er létt, sem tíva kann að gruna,
en tírætt farg það legði’ á samvizkuna.'