Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 10
4
Pelle Molin:
[IÐUNN
þeir öldnu feður fundu hann manna fyrst
í yfirliði Isis fótskör á.
En aldrei mun hans tunga okkur tjá
tíðindi þau, er heyrði’ ann þar og sá.
Hann tærðist upp af sorg og sárum kvíða;
á samvizkunni tírætt fargið lá,
og bana hann að lokum varð að bíða.
Síðastra orða samt hann mælti þetta
við sveina þá, er vildu’ hann um það frétta:
,Vei þeim, sem glaprátt hulu af sannleik sviftu,
slikt verður sízt til gleði eða giftu.‘
[Á. pýddi lausl.l
Karlar i krapinu.
Eflir
Pelle Molin.
[Pelle Molin(1864—96), sænskur rithöfundur. Bóndason
frá Árdalshlíð i Ángermanland. Ætlaði í fj'rstu að verða
listmálari, en gafst upp við pað og gerðist rithöfundur.
Lifði við skort og fátækt mikla og fluttist loks til Nord-
lands í Noregi og dó par. Gustav af Gejerstam hefir safnað
pví litla, sem til var eftir hann, í litið kver, sem nefnist
»Adalens poesi« og er pað nú talið með perlunum í sænskri
skáldsagnagerð. Saga sú, sem hér fer á eftir (Kiirnfolk),
er talin einhver bezta sagan hans.]
Tvö rauðmáluð fjallaþorp lágu andspænis hvort
öðru sitt á hvorri gnýpunni; en niður á milli þeirra
rann hin dimma elfur í djúpu gili, stríð og ströng, með
dunum og dynkjum í fossum og föllum fram til sjávar.