Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 11
IÐUNN]
Karlar i krapinu.
5
En mitt á milli þorpanna rann áin í lygnum stokk,
þótt hvílfreyðandi fossinn væri bæði fyrir ofan og
neðan.
Við hljóðaklettinn byrjar þessi saga.
í’egar vöxtur var í ánni, náði hljóðakletturinn ekki
nándar nærri upp að vatnsfletinum; en er lítið var
í lienni, stakk hann við og við svörtum, gljáum koll-
inum upp úr hylnurn. Eins og við allar sterkar
hömlur í straumvötnum hafði hringiða myndast fyrir
neðan klettinn. í sveitinni nefndu menn þetta alment
»iðuna«.
Ef sunnanvindurinn bar ekki hvininn úr neðra
fallinu upp eftir, eða ef hnjúkaþeyrinn bar ekki hinn
dimma, þunga nið Árkvíslar niður eftir dalnum,
mátti í logni og kyrð næturinnar heyra hljóðin í
hljóðaklettinum, þá er vatnið sogaðist fram hjá lion-
um. En af þessu dró kletturinn nafn sitt.
Eins og hvert mannsbarn veit, legst laxinn einna
lielzt til hvíldar á slíkum slöðum, þegar hann er
orðinn þreyttur á því að stikla fossana, og þar veið-
ist hann líka helst.
Bændurnir á syðri ásnum höfðu lagt netjum sínum
þarna, því að hljóðakletturinn lá fyrir þeirra landi.
Norðurbyggjar litu þetta öfundaraugum, lögðu þó
sínum neljum sín megin, en fengu ekkert að ráði í
þau.
Efnaðasti bóndinn sunnanmegin hét Zakarías og
átti hann hálfa veiðina. En gildasti bóndinn norðan-
megin hét Kristófer; hann varð því að kingja helm-
ingnum af allri gremju þeirra norðurbyggja.
í hvert skifti, er hann stjáklaði niður i »sveltuna«,
er hann svo nefndi, var hann að leggja höfuðið í
bleyti um það, hvernig hann ætti að fá laxinn til
þess að leggjast norðanvert í ána.
Síðla nælur hálfbjarta sumarnótt reri hann úl á
ána og liafði einhvern vélbúnað með sér í bátnum.