Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 13
ÍÐUNN1
Karlar i krapinu.
7
með laxakippu á bakinu. Ánægjan skein svo af and-
litinu á karlinum, að það hýrnaði yfir Óla. Pegar
leið á sumarið, var pabbi hans hættur að brosa;
hann var orðinn svo vanur því að fá lax. Eitt kvöld
að haustinu kom faðir hans heim og var illa útleik-
inn, allur blár og barinn. Þá gat hann ekki að sér
gert að blóta, og þá höfðu þau svo mikið að tala
um, foreldrarnir, eftir að þau voru háttuð á kvist-
inum, að þau töluðust meira við á einni nóttu en
þau höfðu áður talast við ár og dag. Óli heyrði því
nær alt, en mundi ekki annað en það, að laxinn
hræddist hjól og mylnukarla, er snerust í vatni, og
að hann, andbýlingurinn, hefði haft með sér margt
manna og lumbrað svo á föður hans, að hann varð
sjúkur upp frá þeirri stundu.
Eftir það fór faðir hans ekki til veiða, vitjaði ekki
einu sinni um net sín. Það gerði hann ekki fyrri en
á Mikaelsmessu um haustið og þá var kominn snjór
á jörð. Og þegar hann í það skiftið gekk upp dæld-
ina, var hann seinn og silalegur til gangs, því að
þungur hefndarhugur léttir manni ekki sporið.
Óli erfði jörðina eftir föður sinn, því að hann var
einbirni. En foringjastöðu hans þar norðanmegin í
dalnum erfði hann ekki að svo komnu, fyrri en
hann hafði slitið barnsskónum og það tók þó nokk-
urn tíma.
Hann varð með hæstu mönnum, og það var hann
og enginn annar, þessi bláeygði, ljóshærði unglingur,
sem með handspík einni saman rak soltinn björn
ofan af belju, sem hann var farinn að granda. Þetta
bar við einu sinni uppi í afrétti og er dagsanna.
Náttúran er hér stórfengleg og hörð í horn að
taka, loftið tært og hreint. Þegar bjart er yfir og
sólskin, er skygnið svo gott, að það má greina
sundur steinana í fjallseggjunum i margra mílna
fjarlægð; en á sumarnóttum og er haustar að, er