Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 15
IÐUNN ]
Karlar í krapinu.
9
Óli töng með sér og dró út gluggakengina, — en
þá opnaði hún gluggann og lét dæluna ganga:
— f*ú fer ekki spaklega, sagði hún, — blygðast þú
þín ekki? t'ú ert áflogahundur, þú tyggur tóbak, þú
drekkur brennivín, þú dregur stúlkur á tálar, og þú
— þú getur snáfað heim. Haltu þig heldur fyrir
norðan á.
Ári siðar var Ingibjörg þó heitbundin honum. Pað
yrði of langt að segja frá, hvernig það atvikaðist.
Hann fór nú yfir um á hverri viku, en hann grunaði
ekki, að sveitarþvaðrið var á hælunum á honum.
Þá var það haustkvöld eitt, að hann barði að
dyrum.
Hann heyrði gengið hægum skrefum í stóru stof-
unni og að gengið var um eldhússdyrnar, eitthvað
hægt á sér í göngunum og útidyrnar opnaðar. En
það fyrsta, sem hann fann til, var ekki koss, heldur
bylmingshögg í andlitið og um leið vatt Zakarias
sér snöggklæddur út á hlaðið. Og enn sló hann Óla
svo, að hann varð að hörfa aftur. Augnablik varð
honum á að hugsa til Ingibjargar, en í sama vet-
fangi blossaði gremjan upp í honum og þá nótt
fékk Zakarías karlinn góða og gilda ráðningu.
— Þú hefir hatað föður minn, sagði hann og sló
hann; hatar mig, og sló hann aftur. Blauður varst
þú, karltetur, er þú skemdir laxanótina fyrir föður
mínum. Eða finst þér ekki? sagði hann og sló, svo
að buldi í skrokknum á karlgreyinu. Ódrengur varst
þú, er þú styttir honum aldur með því að berja
hann til óbóta með margra manna aðstoð. Hér hefir
þú höfuðstólinn, stórbokkinn þinn — högg! — og
hér er rentan og ríilega það — högg! — og þetta er
fyrir húskarla þína og vandamenn — högg!
En svo datt honum Ingibjörg í liug, og að þetla
mundi fjarlægja þau enn meira hvort frá öðru — þá
slepti hann karlinum og fór.