Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 17
IÐUNN)
Karlar í krapinu.
11
þetta mátti hann svo sem vita fyrir! Að mana til
við sig eins harðsnúinn karl og Zakarias var, róa
prúðbúinn aftur og fram á ánni, sýna hvert hugur-
inn stefndi og ferðinni var heitið og stefna svo beint
til bæjar, er allir vissu, að hann var á leiðinni. Og
það vissu menn fyrir vísl: þeir voru þar fyrir
Zakarías og piltar hans. Og ekki nóg með það: allir
vandamenn hans og vinir voru búnir lurkum og
foareílum þetta kvöld, er þeir fóru til Zakaríasar til
þess að fá sér kaffi og brennivín. Víst var um það,
að Óli hafði ekki mikið svigrúm þarna á bænum,
svo stór sem hann var, og varð að banda frá sér,
ef hann átti að fá hrært legg eða lið. Og eins víst
var hitt, að aldrei höfðu menn séð jafn-marglit og
uppbólgin andlit og særða limi og bæklaða í senn
eins og eftir þetta kvöld í Tröllamó.
Gamla konan drap einu sinni á þennan orðasveim
við son sinn, en hún reyndi það aldrei aftur.
Óli var ekki með sjálfum sér marga daga sam-
fleytt, — það var eins og hann byggi yfir einhverju.
Móðirin tók að kingja og kingja í hvert sinn sem
hana fór að langa til að tala við son sinn; nei, hann
mundi nú ekki fara að hlj'ða á, livað hún segði, og
svo þagnaði hún.
Uppi á fataloftinu tók hún eftir því dag nokkurn,
að beztu fötin voru farin að hverfa af snögunum
hans Óla. Altaf þyntist á snögunum eftir því sem
innar dró, og loks kom hún auga á kistu, sem búið
var að fylla til hálfs. Hún fór nú þangað á hverjum
degi eftir það, seltist við kistuna og leit eftir. Með
hverju plaggi, sem sonurinn hafði lagt í kistu sína,
lagði nú móðirin heitar hamingjubænir, hvert sem
ferðinni kynni að vera heitið, — en daufar voru
vonir hennar um það, að hún ætti eftir að lifa glað-
ari daga í gamla bænum. Þarna sat hún nú og grét
kvöld eitt, eftir að kistan var orðin full, en þá heyrði