Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Síða 18
12
Pelle Molin:
[IÐUNN
hún fótatak niðri í göngunum og mátti fara að flýta
sér að þerra tárin. Hún hefði hlaupist burt, hefði
hún getað, en hún fann nú til svo undarlegs óstyrks,
að hún gat naumast staðið á fótunum.
— Er ferðinni heitið til Ameríku, Óli?— kom hún
loksins upp. Óli staðnæmdist eins og hann hefði
verið staðinn að einhverju misjöfnu, leit á móður
sína og sagði hálf vandræðalegur á svipinn:
— Nei, ekki er það nú svo langt. En — en sjá
þú um búið fyrir mig, móðir mín. Eg verð víst lengi
í burtu, en heim kem jeg aftur, hvernig sem alt fer.
Og nú get jeg eins vel kvatt þig í kvöld, mamma;
á morgun legg ég upp.
Það kvöldið hafði hann enga eirð á sér, en gekk
fram og aftur og leit eftir öllu. Hann klappaði hverju
hrossi, Iét vel að grísunum, kallaði á hænsin og gaf
þeim, horfði á alt eins og hann væri að kveðja það
í síðasta sinnið.
I3á datt honum i hug, að báturinn væri ekki dreg-
inn á land. Og það var eins og sú hugsun negldi
hann niður í sömu sporum. Aflur fór honum að
hitna í hamsi, og án þess að velta því frekar fyrir
sér, hvað hann gerði, gekk hann nú stíginn niður
dalinn. Þarna lá kænugrýtan og flaut á ánni. Það
var eins og hann væri neyddur til að fara út að
róa, — og hvernig sem á því stóð, vissi hann ekki
fyrri til en hann var kominn yfir um og stóð á
hlaðinu hjá Ingibjörgu.
Það kvöld hittust þeir aftur, hann og Zakarías
gamli. Þegar karlínn opnaði dyrnar og sá, hver
kominn var, fór hann að reyna að hreyta úr sér
einhverjum ókvæðisorðum, en það var eins og kökkur
í hálsinum á honum, svo að ekki heyrðist æmta í
honum né skræmta. Ekkert sagði Óli heldur, ætlaði
bara að víkja karlinum úr vegi og ganga inn. — Ég
ætla bara að tala orð við Ingibjörgu, sagði hann.