Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 21
iðunn ] Karlar i krapinu. 15
þeir hizt við kirkjuna einhverju sinni, er Óli var
nýkominn heim.
En vitið þið, hvað kom fyrir við kirkjuna rétt
áður en samhringt var, þar sem bændurnir stóðu í
einum hnapp og voru að tala um tíðarfarið?
Jú, Óli gekk fram, rétti Zakaríasi höndina, þar
sem hann stóð í hóp suður-áss bænda, og mælti með
undarlega rólegri röddu og hafði fult vald á sér: —
Láturn nú alt það gamla vera gleymt og eins og
ekkert hafi í skorist, Zakarías. Eg heíi nú verið
syðra og lært betri siði. Og ég finn mig knúinn til
að biðja yður forláts. Hafi ég verið harður í horn
að taka, hafið þér verið það líka, — og þótt tveir
lieiðarlegir menn, sem hafa slegið hvern annan kinn-
hest, slái liöndum saman á eftir, þá er það þeim til
enn meiri sóma upp frá því. Eða svo lít ég á það.
— Kystu á — kinnina á mér, sagði Zakarías. Það
er að segja: hann sagði nú eitthvað annað, en slíkt
hefir nú aldrei þótt við eiga að sjást á prenti.
Og við það skildu þeir.
En upp frá þeirri stundu veittist Zakarías gegn
öllu því, sem Óli beittist fyrir, en þó fóru þeir að
öllu rólega og friðsamlega. En ef Zakarías hóf máls
á einhverju þörfu og góðu, þá var Óli viss með að
veita því fylgi og koma því svo fyrir, að Zakarías
fengi jafnvel meiri heiður af því en málefninu svaraði.
Við þetta hlýnaði Zakaríasi eitlhvað innvortis til
Óla, en hið ytra lét hann aldrei neinn bilbug á sér
íinna. Hvenær sem Óli hefði viljað, hefði hann
getað bægt Zakariasi frá öllum þeim sæmdarstörfum,
sem manni gátu hlotnast þar í héraðinu, en altaf
lét hann undan og slakk meira að segja upp á gamla
manninum.
Aldrei var Ingibjörg nefnd á nafn. Og aldrei vitjaði
hann hennar nú á kænu sinni, en sumir héldu, að
einhver skrif færu á milli þeirra.