Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 22
16
Pelle Molin:
[ IÐUNN
En nú kom merkisatburður fyrir.
Um haustið dó gamli ríkisþingsmaðurinn og nú
átti að kjósa nýjan. Hvernig sem á því stóð átti nú
enginn hreppur í kjördæminu kost á að tefla jafn-
góðum mönnum fram. Og stærstu flokkarnir fylgdu
þessum tveim mótstöðumönnum. Zakarías gerði það
sem í hans valdi stóð til þess að níða mótstöðu-
mann sinn og ófrægja; menn héldu meira að segja,
að hann væri höfundurinn að þessum lúalegu aug-
lýsingum um mótstöðumann sinn, sem límdar höfðu
verið upp víðsvegar og áttu að ganga í augu manna.
þar var Kristófer sál. nefndur netjaþjófur eða hreinn
og beinn þjófur — en Óli húsbrotsmaður og ofbeldis,
sem ætti ekki skilið að ganga laus.
Pessu svaraði Óli í lénstíðundunum á þá leið, að
hann tæki aftur framboð sitt — og ekki nóg með
það — hann mælti með Zakaríasi og klykti svo út
með því að sýna fram á, að ævistarf hans væri í
ýmsu tilliti þjóðnýtara en margra annara, og í einu
tilliti væri hann flestum fremri, því að enginn bæri
brigður á, að Zakarías Mánsson væri öllum mönnum
heiðarlegri. Loks lét hann prenta kjörseðla, en það
hafði aldrei sést þar í héraðinu, og útbýta þeim, en
á þeim öllum mátti sjá nafn gamla mannsins prentað
með hinu prýðilegasta letri.
Meðan á þessu slóð gekk veturinn í garð. Það var
nú ekki meira en það sem búast mátti við eftir þvi,
live áliðið var; en gamla fólkið var vant að segja,
að naumast félli snjór fyrir Mattheusmessu.
Þá sat Zakarías niðri við ferjuna og var að lesa
afturköllun Ola á framboði sínu til þings og bölva
jakaburðinum í ánni. Hingað hafði hann komist, en
nú var honum fyrirmunað að komast heim til sín.
Jakaburðurinn var svo mikill, að það var ekki
nokkur von um að geta slungið ár niður á milli
jakanna. Náttúrlega hefði mátt freista þess að komast