Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 28
22
Pellc Molin: Karlar í krapinu.
[ IÐUNN
beið. Milli hans og hennar einstaka stein-nibba upp
úr biksvörtu vatninu — til allrar bamingju: ekki
þurfti maður að drukna þar! Enn tók hann undir
sig nokkur stökk. Ingibjörg fylgdi honum eftir á ár-
bakkanum. Hann heyrði hana kalla — og þá tók
hann undir sig eins langt stöklc og hann gat.
ísskæni stakst í andlit honum, er hann kom aftur
upp úr; hendurnar voru áður allar orðnar blóðrisa.
En með hverju sundtaki varð hann að mölva ísinn.
Hann var nú á kaíi og lafmóður. Þarna stóð Ingi-
björg há og fögur — en sjálfur lá hann svo djúpt,
að hann mundi aldrei ná henni. Iiann mundi það
síðan, að hann hafði náð í nibbu og hvílt sig, og
synt aftur, að hann hélt, en — að Ingibjörg stóð í
vatni alveg upp undir hendur, áður en hann næði
henni, það var alveg víst.
Og nú stóðu þau þarna, þessi tvö mannanna börn,
holdvot, en svo heit og brennandi, að þau kendu
þess alls ekki, þótt fötin yrðu að klaka; en hinum
megin árinnar stóð Zakarías gamli, æpti upp yfir sig
og veifaði húfunni af óstjórnlegum fögnuði, þegar
hann nú loksins sá, að þau voru komin heil í höfn.
Staka.
Eftir
Aðalstein
[ort viö lát fóstru hans]:
Nú er engin hugljúf hönd,
er hlúi mér um nætur;
íinn ég til þess inst í önd,
að í mér barnið grætur.