Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 29
IBUNN]
Dvöl mín meðal Eskimóa.
Eftir
Vilhjálm Stefánsson.
II. Hinir hvítu Eskimóar.
Fimtándi maí 1910 var þriðji dagurinn frá því, er
við höfðum fundið Eskimóana við Dolphin og Union
sund. Feir höfðu nú alið önn fyrir okkur í tvo daga
af mikilli gestrisni, og höfðu þegar gróðursett í huga
mér þá sannfæringu, sem heils árs sambúð við þá
síðar átti ekki í neinu að geta haggað, — að þeir
væru fullkomnir jafnokar beztu manna vor á meðal
í hæversku, velvild og öllum höfuðdygðum. Þetta
voru að vísu steinaldar karlar og konur, en þau
voru að eins í óverulegum atriðum frábrugðin mér
og þér, svo og körlum þeim og konum, sem eru
ættingjar okkar og vinir. Eiginleika þá, sem við
nefnum »kristilegar dygðir« — og sem Búddhatrúar-
menn að sjálfsögðu mundu nefna »buddhistiskar
dygðir« — höfðu þeir til að bera í öllu verulegu.
Og þeir líktust ekki í minsta máta því, sem fræði-
maður kynni að hugsa sér steinaldarfólk vera, en
að líkindum líktust steinaldarþjóðirnar þessum nú-
tíðar-umbjóðendum sinum: mönnum með mikilli
sómatilfinningu, mönnum sem áttu ættingja og vini,
sem elskuðu konur sínar og voru eftirlátir við börn
sín og tóku fult tillit til tilfinninga annara og vel-
ferðar. Sé oss leyfilegl að álykta frá nútíð til fortíðar,
megum vér vera þess fullvísir, að hönd þróunar-
innar hefir þegar verið búin að rita hina »gullnu reglmU)
1) Ilin gullna regla, seni svo er nefnd: »Það sem þú vilt að aðrir geri
Þer, skalt þú og þeim gera« er ekki af kristilegum uppruna, heldur má
rekja hana sannsögulega rnargar aldir f. Kr. 1). alla leið austur í Kína.
Pýo.