Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Síða 30
24
Vilbjálmur Stefánsson:
1IÐUNN
í hjörtu þeirra manna, er voru uppi á mammúth-
tímunum og áður en pyramídurnar voru hlaðnar.
Minsta kosti er ég nú þeirrar skoðunar. Eg hefi nú
lifað svo lengi með þessum svonefndu frumþjóðum,
að orðið »villimenn« og önnur svipuð orðatiltæki
hafa alveg mist þá niðrandi merkingu, sem þau höfðu,
þegar ég var yngri og allar skoðanir mínar aðfengn-
ar; en þótt orð þessi hafi nú mist alla sína mikil-
látu merkingu, þá hefi ég á hinn bóginn orðið að
kannast við þá staðreynd, að mannseðlið sé ekki
einungis samt við sig um allan heim, heldur og um
aldaraðir.
Mér er ekki Ijóst, livort það var eftir minni eigin
uppástungu eða gistivina minna, að við lögðum af
stað að kvöldi þess þriðja dags til þess að heimsækja
fólkið á Victoríu-eyju. Gestrisni sú, er mér hafði
verið auðsýnd alt til þess tíma, líktist gestrisni þeirri,
sem ég hefði getað vænst í mínu eigin landi í ílestu,
og þá einnig í þessu, að þeir höfðu gætt þess jafn-
vandlega að skemta okkur eins og þeir höfðu gætt
hins, að þreyta okkur ekki á of miklum dægrastytt-
ingum; var nú sem það gleddi þá mikillega, að fá
tækifæri til að ljá okkur fylgd lil nágrannanna. Auð-
vitað gátu þeir verið hreyknir af að fá tækifæri til
að koma jafn-sjaldséðum gestum á framfæri; en ég
hugsa líka, að þeir hafi fundið, að þeir voru að
gera okkur greiða, og að það hafi glalt þá ekki
síður en okkur, er við höfum getað gert einhverjum
vini okkar greiða.
Þar sem við liöfðum fundið Eskimóana, eru Dol-
phin og Union sund hér um bil eins breið og Erma-
sund; og þorpið, sem við gistum í, lá hér um bil á
miðju sundinu; var það reist á þessum sex feta
þykka vetrarís, sem hafði lagt yfir sundið. Hafi
Ermasund nokkurn tíma verið lagt á jökulöldinni,
hafa þeirra tíma Frakkar getað heimsótt vini sína á