Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 32
26
Vilhjálmur Stefánsson:
[ IÐUNN
mikilsvirtur maður, sem átti marga frændur á Vic-
toríu-eyju, og af mínu fylgdarliði skyldu allir verða
eftir nema Natkúsiak.
Við lögðum upp kl. 9 að morgni og gengum 5
mílur austur á bóginn, þangað til við rákumst á
nokkur snjóhús, sem höfðu verið yfirgefin fyrir svo
sem 6 vikum; þaðan Iá slóðinn til norðurs og voru
sex mílur til næsta þorps, sem einnig var búið að
yfirgefa; og síðan 5 mílur í norðvestur, þar sem við
fundum 4 snjóhús, sem búið var i, og var það hér
um bil helmingurinn af öllum ættstofni Hanerag-
móúta, hefðu þeir allir verið saman. Þannig höfðum
við gengið 16 mílur til þess að finna þorp, sem að
eins lá í 7 mílna fjarlægð; en þetta var nauðsynlegt,
því að yfirgefna þorpið, sem við fyrst komum til,
var það eina, sem fylgdarmaður okkar vissi um, og
þaðan gat hann rakið slóðann. Þrjú af húsunum,
sem setin voru, voru úr snjó, en með skinnþökum
yfir, en eitt úr snjó að öllu leyti; þau höfðu verið
bj'gð á ísnum, á að giska 5 faðma frá strandlengj-
unni. Allir voru i fastasvefni, er við komum, og
jafnvel hundarnir líka; og enginn varð okkar var,
er við námum staðar V2 mílu vegar þaðan, á meðan
fylgdarmaður okkar hljóp á undan heim i þorpið
til þess að undirbúa komu okkar þar. Við sáum
hann hverfa augnablik inn i fyrsta húsið og eins
inn í annað, þriðja og fjórða húsið. Skömmu síðar
tóku karlmenn og unglingar, sem höfðu klætt sig í
snarhasti, að drifa út úr kofunum og hnappast í
kringum fylgdarmann okkar, og spurðu þeir hann
auðsjáanlega ákaft spjörunum úr. Virtist honum
takast greiðlega að svara, því að ekki liðu nema
tvær til þrjár mínútur þangað til við sáum hann
koma hlaupandi til móts við okkur; en mennirnir
sneru heim að húsunum til þess að líta eftir, hvort
hundarnir væru sæmlega bundnir, svo að engin hætta