Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 33
IfiUNN1
Dvöl mín mcðal Eskimóa.
27
yrði á þvi, að þeir færu að lljúgast á við okkar
hunda. Við lögðum strax af stað til þess að hitta
sendiherra okkar, sem benti okkur á hlaupunum að
koma. Skilaboðin voru á þá leið, að bjóða okkur
velkomna, og við það bætti hann sem sinni persónu-
legu sannfæringu, að Haneragmiútar væri heiðarlegt
fólk, sem í gerðum sínum stæði í engu að baki orð-
um sínum.
Viðtökurnar í þessu þorpi voru töluvert frábrugðnar
viðtökunum í því siðasta. Fylgdarmaður okkar sagði
okkur að nema staðar á að giska hundrað faðma
frá húsunum. En er við höfðum numið staðar, gengu
9 karlmenn og drengir hægum skrefum og i beinni
röð til móts við okkur, um leið og þeir réltu vopnin
upp yfir höfuð sér og sögðu: »Við komum í vinar-
hug; við erum það sem við sýnumst; okkur þykir
vænt um komu ykkar«. Eftir fyrirsögn leiðsögu-
nianns míns stóðum bæði við og hann kyrrir og
héldum höndunum upp yíir höfuð okkar, meðan
hinir nálguðust. Pegar þeir voru komnir í 5 faðma
fjarlægð, námu þeir staðar í beinni röð, en þá gekk
ég — stöðugt eftir fyrirsögn leiðsögumanns míns —
til móts við manninn lengst til hægri handar, stað-
næmdist í 3 skrefa fjarlægð, beið þess, að hann
nefndi nafn sitt og sagði honum síðan, hvað ég héti.
Því næst hélt ég til vinstri skref fyrir skref, og stað-
næmdist fyrir framan hvern einstakan og beið þess,
að hann nafngreindi sig, áður en ég sagði, hvað ég
héti. þegar ég var búinn að kynna mig mönnunum,
tók Natkúsíak að kynna sig á sama hátt; aftur á
móti þurfti fylgdarmaður okkar ekki að hafa neitt
sérstakt við. Athöfn þessi hafði byrjað með hálf-
gerðum hermenskublæ, en hanti fór brátt af; því að
strákarnir þrír, sem voru á að giska tíu, ellefu og
tólf ára, stálust út úr röðinni, áður en ég var kom-
!nn að þeim, svo að feður þeirra urðu að kynna