Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 34
28
Vilhjálmur Stefánsson:
l IÐUNN
mér þá eftir á án frekari hátíðabrigða; en sumir
hinna fullorðnu voru farnir að rabba ýmist við mig
eða leiðsögumanninn, áður en Natkúsíak var búinn
að kynna sig öllum. Með þessu fólki eru engir siðir,
er samsvari handabandi okkar, og engin orð til í
tungu þeirra, er tákna heilsun eða kveðjur.
Þegar þussar kynningar voru um garð gengnar,
fór ílest fram á líkan hátt og í þorpinu næst á
undan, nema hvað konurnar komu ekki út til þess
að láta kynna sig, — þær voru of önnum kafnar
með að útbúa eitthvað handa okkur að eta, var
okkur sagt. Karlmennirnir hlóðu okkur nú snjóhús,
sem við höfðumst við i, á meðan við vorum þar;
en þegar það var búið, buðu þeir okkur inn til
sín til þess að koma að máli við konur sínar og fá
eitthvað að borða. Og eins og áður var að eins ein-
um gesti boðið inn á hvert heimili. En þar var
okkur tekið með sömu alúðinni og við höfðum átt
að venjast meðal hins fólksins, — af sömu gestrisni og
hæversku. Þegar við vorum búnir að borða soðið
selskjötið og drekka blóðsúpuna, en það var það
bezta, sem þeir gátu í té látið, ólu þeir lika hunda
okkar á soðnu kjöti, því að, sögðu þeir — »hund-
arnir finna ekki síður til þess, hvað þeim er vel gert,
en mennirnir«. Síðan fórum við heim í hús okkar
að sofa, því að við höfðum nú verið á fótum í fullan
sólarhring, og þeir höfðu að eins verið búnir að
sofa eina eða tvær stundir, er við komum.
En áður en við gætum farið að sofa, og enda þótt
við værum orðnir syfjaðir eins og menn alt af verða
í góðum og hlýjum náttstað eftir daglanga göngu í
köldu veðri, mösuðum við Natkúsíak tímunum saman
um þetta merkilega fólk, sem við nú vorum komnir
til. Leiðsögumaður okkar hafði að vísu sagt okkur,
að eyjarskeggjar væru bjartir á hár og hörund, og
þó vorum við ekki fyllilega undir það búnir, sem