Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 37
IÐUNN]
Dvöl mín meðal Eskimóa.
31
Mackenzie-fljótið) og þó í minni mæli en hér. Ég
þekki yfir tuttugu hálf-blendinga (í Mackenzie-héraði
og Alaska) og enginn þeirra likist sérstaklega hvítum
manni — ílestir mundu teknir fyrir Eskimóa bæði
með Eskimóum og hvitum mönnum, ef menn ekki
veittu þeim sérstaka athygli, en flestir mundu verða
hissa á Evrópu-yfirbragði þessara manna (á Victoríu-
eyju) ... Síðar mun ég skrifa meira um augnlit
þeirra o. s. frv., þegar ég hefi baft betra tækifæri
til að virða þá fyrir mér«.
JÞótt blekið væri nú farið að upplitast á þessum
dagbókarblöðum, sem voru orðin þó nokkurra ára,
þá fengu þau mér samt nokkurrar huggunar, eflir að
ég var kominn aftur til »menningarinnar« og farið var
að láta svo hátt í sæsímum Evrópu og ritsímum Ame-
ríku um, að hér væru »svik« á ferðum, að ég var næst-
um farinn að efast um, að ég hefði séð það, sem ég
hafði séð. Það var ekki lítill vísindalegur þungi og
æruverður aldur að baki margra þeirra nafna, er
þóttust geta skorið úr því alveg ótvírætt, með því
að tvinna það saman, sem þeir vissu og vissu ekki,
á hinn kænlegasta hátt, — að það sem í raun og
veru hafði átt sér stað, gæti ekki átt sér stað. Og
rök þeirra voru svo djúpúðug, að mér, sem kom frá
staðnum, sem þeir voru að brjóta heilann um, fanst
eins og ég væri kominn aftur á skólabekkinn og að
mér liði likt og þá, er ég t. d. var að hlusta á heim-
spekilegar útlistanir á því, að efnið væri alls ekki
til, og ég varð að reka hnefann í borðið til þess að
sannfæra mig um, að það væri til. Nú þegar mesti
bávaðinn er um garð genginn, er ég smámsaman
aftur að verða þeirrar sannfæringar, að ég hafi mest
aHan tímann sagt sannleikann hispurslaust, og að
staðreyndirnar viðvíkjandi »Hvítu Eskimóunum« séu
^ér um bil eins og þeim er lýst í dagbókunum og eins
°g ég f fyrstu lýsti þeim fyrir blaðamönnunum, enda