Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 38
32
Vilhjálmur Stefánsson:
[ IÐUNN
þótt þeir segðu ekki altaf alveg rétt frá og sýndu
merkilega mikinn »frumleik« í meðferðinni á því,
sem ég sagði.
Dagbókarbrot það, sem að ofan greinir, er skrifað
fyrsta daginn, sem ég hitti þessa Eskimóa á Victoríu-
eyju. Síðan dvaldist ég liðugt ár í landi þeirra og
nágranna þeirra við Coronations-llóa; en þá þekti ég
flesta þeirra persónulega og hafði haft nægilega gott
næði og tækifæri til þess að átta mig á, hverskonar
fólk þetta er. Hinum líkamlegu einkennum þeirra er
ég vanur að lýsa í sem styztu máli þannig: Af nokk-
uð færri en þúsundi eru tíu eða ileiri bláeygðir (en
enginn ósvikinn Eskimói hefir rétt til að vera blá-
eygður, að því er vér frekast vitum — hann ætti að
vera brúneygður og svartur á hár eins og hinn eig-
inlegi Kínverji); sumir karlmannanna uppræta að
vísu hökuskegg sitt (rífa skegghárin út með rótum
eins og margir Indíánar gera); en skeggið á þeim,
sem það hafa, er á þó nokkuð mörgum ljós-brúnt;
enginn af þeim, sem ég hefi séð, hefir Ijósgult hár
eins og Skandínavar, en sumir hafa dökkjarpt hár
eða dumbrautt, og er það þá venjulegast rauðara að
framan en í hnakkanum; og jafnvel helmingur alls
fólksins hefir augnabrýr, sem eru dökkbrúnar, ljós-
brúnar og því nær hvítar. Fáeinir hafa hrokkið hár.
En það er ekki einungis hinn Ijósi hörundslitur
Eskimóanna á Victoríu-eyju, sem vekur grun minn
um, að þeir séu af evrópsku bergi brotnir, heldur
líka höfuðlagið, eins og mælingar mínar á fullorðn-
um karlmönnum sýna. Hinn eiginlegi Eskimói hefir
lítið höfuð, en stórt andlit, eða með öðrum orðum,
andlitsmál hans er slærra en höfuðmálið. Vísindalega
er þessu lýst þannig, að hlutfallstalan milli andlits
og höfuðs sé yfir 100; en hún er undir hund-
raði, þar sem ummál andlitsins er minna en höfuðs-
ins. Þessa hlutfallstölu telja nú einmitt flestir mann-