Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 39
IÐUNN1
Dvöl min meðal Eskimóa.
33
fræðingar ágætan mælikvarða til þess að ákveða,
hvaða þjóðflokki hver flokkur einstaklinga tilheyri.
í yfirliti, sem wAmeríkska náttúrugripasafnið« hefir
gefið út, gefur próf. Franz Boas eftirfarandi hlutfalls-
tölur fyrir óblandaða Eskimóa: á Herscel-eyju 101,
í Grænlandi 105, BaíTíns Flóa 102, Alaska 104; Aust-
ur-Grænlandi 102, Smith’s sundi 102. í sömu ritgerð
gefur hann þessar tölur fyrir kynblendinga af Eski-
móum og Evrópumönnum: á Labrador 96, i Vestur-
Grænlandi 95. Mínar eigin mæiingar á 104 mönnum
á Victoríu-eyju gefa hlutfallstöluna 97; en hún skipar
»Hvítu Eskimóunum«, eftir höfuðlaginu að dæma,
nákvæmlega þar, sem þeir eiga að vera eftir hör-
undslitnum, í flokk með þeim, sem menn vita um,
að eru kynblendingar af Eskimóum og hvítum
mönnum.
Með öðrum orðum, þótt þessir menn séu Eskimóar
að máli og menningu, og þótt sumir þeirra séu einnig
Eskimóar eftir líkamlegu útliti að dæma, er mikill
fjöldi einstaklinga á meðal þeirra, sem líkjast hvítum
mönnum að meiru eða minna leyti. Og þetta er hjá
fólki, sem á síðari árum hefir ekki haft neitt það
samneyti við hvíta menn, er gæti breytt líkams-
skapnaði þeirra; en hvaðan stafa þá þessi Evrópu-
manna-einkenni? — Og er unt að skýra þau sögulega?
Til þess að skilja þann sögulega möguleika, að
Evrópumenn hafi getað komist í tæri við Mið-Eski-
móa, verðum við að hvarfla aftur um 1000 ár i sögu
Norðurlanda. Skömmu fyrir 870 e. Kr. fundu norskir
farmenn ísland; en nokkrum árum áður höfðu írskir
munkar sezt að á lítilli eyju við suðurströnd íslands.
ísland bygðist fljótt sökum óeirða þeirra, er þá áttu
sér stað í Skandínavíu og stóðu í sambandi við her-
ferðir Haralds konungs, er hann var að leggja gjör-
’vallan Noreg undir sig og stökkva úr landi smá-
konungum þeim, er áður höfðu ríkt hver yfir sinum
löunn V. 3