Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Síða 40
34
Vilhjálraur Stcfánsson:
IIÐUNN
landshluta, en kusu nú alment heldur að llýja land
en ganga á hönd Haraldi. Eins og kunnugt er, sett-
ust sumir þessara manna að á Frakklandi og urðu
Normannar þeir, er síðar lögðu undir sig England.
Sumir héldu beint til Englands og settu riki á stofn
i Norðimbralandi. En smá-víkingaílotar seltust að
á öðrum hlutum Bretlandseyja, á Orkneyjum, Shet-
landi og í Færeyjum. En flestir munu þó þeir liafa
verið, sem námu land á íslandi, en þar mun fyrst
liafa verið numið land árið 872. Innan aldar var öll
strandlengjan bygð farmönnum, er á sumrum lögð-
ust í víking víðsvegar meðfram ströndum Norður-
Evrópu, en sneru heim lil íslands að haustinu til
þess að dveljast þar vetrarlangt og njóta ávaxtanna
af herferðum sínum.
í upphafi síðasta fjórðungs tíundu aldar var maður
uppi, að nafni Eiríkur rauði, hafði hann verið gerður
útlægur af Noregi fyrir víga sakir. Koin hann út til
íslands og settist þar að, en ekki gat hann látið af
vígum og var því einnig gerður útlægur af íslandi
982 um þriggja ára skeið. í þann mund var það í
almæli á íslandi, að farmaður nokkur, Gilnnbjörn
að nafni, er menn annars vita lítil deili á, hafi sigit
í vestur frá íslandi og séð þar sker nokkur [Gunn-
bjarnarskerj og lent þar. Munnmæli þessi, svo og
geigur sá, sem Eiríkur óefað hefir haft af því, að
hverfa aftur til Norðurlanda, þar sem komu hans
mundi hafa verið lítt fagnað, komu lionum nú til,
er hann var útlægur gjör, að halda í vestur, en fyrir
bragðið fann hann Grænland; má sjá jökla þess rísa
úr sæ, áður en íslands tindar hverfa sjónum i austri.
En ekki frekar en farmenn nú á tímum gat Eiríkur
komist að landinu austanverðu fyrir jakaburði; varð
hann því að sigla suður fyrir Hvarf (Kap Farvel) og
lenti skipi sínu á suðvesturströndinni, sem er mun
vistlegri, og þar dvaldist hann öll þrjú ár útlegðar