Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 41
IÐUNN]
Dvöl mín meðal Eskimóa.
35
sinnar. í*egar hann sneri aflur heim til íslands,! gaf
hann all-glæsilegar lýsingar af landinu, eða eins og
svo sakleysislega er að orði komist í sögunni: »Hann
kallaði landit, þat er hann hafði fundil, Grænland,
því at hann kvað þat mundu fýsa menn þangat, er
landit héti vehi.1) Og svo vel lýsti Eiríkur landafundi
sínum, að árið 985 lögðu 25 skip út frá Vesturlandi
til Grænlands. Sum þeirra urðu skipreika, sum
sneru heim aftur, en fjórtán komust leiðar sinnar.
Ekki er lil nein skrá yíir þessa frumbyggja Græn-
lands, en ælla má, að um 50 manns hafi verið á
hverju skipi og mun þá láLa nærri, að þeir hafi verið
alls sex til sjö hundruð. Sérhvert skip hafði alla
lausafjármuni eigenda sinna innanborðs, þar á meðal
hesta, kýr og kindur, enda spratt nú þarna bráðlega
upp blómleg bændanýlenda.
Ein af helztu afleiðingum þess, að Grænland bygð-
ist, var fundur Norður-Ameríku. Leifur Eiríksson,
sonur Eiríks rauða, lét árið 1000 í haf frá Noregi
til þess að heimsækja föður sinn á Grænlandi. En
þá var nú ekki leiðarsteinninn fundinn, og er hann
freistaði að taka sem beinasta slefnuna, bar hann
heldur sunnarlega, svo að hann misti af suðurodda
Grænlands og sá ekki land fyr en miklu sunnar en
hann hafði vænzl; en af landslaginu réð hann fijótt,
að sig hefði ekki borið að Grænlandsströndum. Þetta
var fyrsti áreiðanlegi fundur Ameríku, er sögur fara
af, og er saga þessarar frægðarfarar svo kunn, að
ekki þarf að fjölyrða um hana hér. Samsumars hélt
Leifur til Grænlands og sagði frá landafundi sínum;
en fregnin um það barst aftur alla leið til íslands
og þaðan til Evrópu og geymdist ekki einungis í
manna minnum, heldur og í skjölum og skilríkjum
víðsvegar um Evrópu.
Kringum árið 1000 barst kristnin til Grænlands,
1) Eiriks saga llauða ok Grænlendinga þáttr, 1. kap.