Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Side 45
IÐUNNJ
Dvöl mín mcðal Eskimóa.
39
Victoríu-eyjar, margar bendingar hinna og þessara
norðurfara frá ýmsum tímum um þjóð, sem þeir
hafa ekki talið til eiginlegra Eskimóa. Sir John
Franklín, fyrsti norðurfarinn, sem til þess varð að
nálgasl stöðvar þær, þar sem hinir »Hvítu Eskimóar«
nú lifa, komst árið 1824 einmitt í samband við einn
Eskimóa, ellihrumt gamalmenni, sem félagarnir höfðu
yfirgefið, er þeir flúðu undan landkönnunarliðinu.
Um hann kemst Franklín svo að orði:
»Andlitið var sporöskjulagað með all-myndarlegu
nefi, og var ekki mjög óáþekt Evrópumanns-andliti,
nema hvað augun voru smá og ennið, ef til vill,
heldur lítið. En andlitslitur hans var bjartur og
i’jóður, og hann hafði lengra skegg en nokkur annar
frumbyggja Ameríku, sem ég hefi séð til þessa.«
Á sömu slóðum komust þeir Dease og Simpson
árið 1837 í tæri við lítinn hóp Eskimóa og lýstu
þeir einum Eskimóa svo sem liann væri »virðulegur
ásýndum« og væri »mjög líkur Skandínava«.
t*að er náttúrlega engin ástæða til þess fremur nú
en áður að fullyrða, að hinir »Hvítu Eskimóar« á
Victoríu-eyju séu komnir af Norðurlandabúum þeim,
«r bygðu Grænland fyr á tímum; en frá sögulegu
og landfræðilegu sjónarmiði er þó ekkert þessu til
fyrirstöðu. Vér vitum, að eftir að öllum samgöngum
var slitið milli Evrópu og Grænlands, lifði enn fjöldi
þeirra á Grænlandi i nágrenni við Eskimóa. Vér
"vitum og, að Eskimóar hafa það til siðs, eins og
sjá má af kynnum þeirra bæði við Indíána í Ame-
ríku og hvíta menn nú á síðari tímum, að mægjast
bverjum þeim þjóðflokki, sem þeir kornast i tæri
við. Auk þess er engin óraleið milli Grænlands og
Vietoríu-eyjar. Ef nokkurt tilefni væri til þess, treysti
mér til að fara á sleða á skemri tima en 24
mánuðum frá suðvesturhluta Victoríu-eyjar, þar sem
»Hvítu Eskimóarnir« nú halda sig, yfir Smith’s sund,