Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 46
40
Vilhjálmur Stefánsson:
[ IÐUNN
og til þeirra héraða í Grænlandi, sem Skandinavar
bygðu; eða með því að fara að sumarlagi á bát frá
Grænlandi yfir sundið og síðan á sleða, mundi ég
geta komist til vesturhluta Viktoríu-eyjar á einu ári.
Og staðreynd er það, sem ekki verður í móti mælt,
að Eskimóar þeir, sem nú hafa vetrarsetu á ísnum
vestur af Victoríu-eyju, leggja upp þaðan í marz, en
hitta í ágústmánuði Eskimóa frá Hudson-ílóa rétt
fyrir ofan Chesterfield-vík til þess að verzla við þá.
Það er því ekki meiri landfræðileg en söguleg ástæða
til þess að hugsa sér nokkurn þann þröskuld, sem
hefði getað hamlað Skandínövum frá að ílytjast
vestur á bóginn til Victoríu-eyjar, ef þeir hefðu
viljað það.
Ef orsökin til þessa Evrópumanna-yfirbragðs
Eskimóanna á Victoríu-eyju er sú, að þeir séu af
evrópsku bergi brotnir, þá er það ekki einungis
skýrt með nýlendu Skandínava á Grænlandi, lieldur
er hún eina skýringin. Það hefir verið látið í Ijós
á prenti, að eitthvert samband kynni að vera milli
þessara hvítu Eskimóa og enskra landkönnunar-
manna i þessum norðlægu héruðum. Nógu mikil
vanþekking kynni að geta gert þessa tilgátu senni-
lega. En nú er það ekki einungis svo, að lítið vantar
í fullkomna sögulega lýsingu á Franklíns-Ieiðangrin-
um, heldur muna líka sjálfir Eskimóarnir enn, hvaða
mök þeir áttu við þessa landkönnuði. Af öllum þeim
ættfiokkum, sem við höfum kynst, eiga að eins þrír,
eftir því sem heimildirnar segja, að hafa komist í
samband við landkönnunarmennina, og í öllum
þessum ættílokkum fann ég menn enn á lífi, sein
mundu þetta. En ritstaður sá, sem þegar hefir verið
tilfærður, sýnir, að þegar fyrstu Englendingarnir
komust í kynni við þessa ættflokka, þá fundu þeir
hjá þeim sömu hvítu manna einkennin og finnast
hjá þeim þann dag í dag; og í öðru lagi voru kynnin