Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 47
IÐUNN]
Dvöl mín meðal Eskimóa.
•il
svo stutt, að þau með engu móti hefðu getað bieytt
likamlegu útliti heilla ættstofna. Gerum samt ráð
fyrir, að öll skipshöfn Franklíns, 230 manns, hefði
komist lífs af á Victoríu-eyju, og að þeir hefðu allir
kvænst og lifað meðal Eskimóa, þá hefðu þó af-
komendur þeirra ekki getað orðið svo mannmargir,
að þeir gætu skýrt ástandið, eins og það nú er. En
nú vita menn, að meira en helmingur allrar skips-
hafnar Franklíns hefir farist, og það má telja víst,
að þeir hafi allir verið dánir í síðasta lagi í kring-
um 1860.
Nú er meira en öld síðan, að Eskimóar í Veslur-
Alaska komust í tæri við fyrstu Rússana. Og i meira
en hálfa öld hafa þeir nú staðið i nánu viðskifta-
sambandi við hinn ameríkska hvalfangaraflota, sem
stundum hefir numið meiru en þúsund manns. Þó
nokkur hluti þessara hvalveiðamanna hefir kvænst
Eskimóakonum og sezt að á meðal þeirra, og barna-
hörn þeirra eru nú að komast til manns; en öll
þessi kynblöndun hefir þó ekki getað framleitt jafn
ljósan kynstofn og þann á Vicloríu-eyju. í Norður-
Alaska og Mackenzie-héraðinu eru nú á að gizka
hundrað manns, sem eru kynblendingar af Eskimóa-
og Evrópumanna-kyni. Ef nú þessum hundrað
manns væri safnað saman á einn stað, mundu menn
sjá, að marga þeirra mundi ekki unt að greina án
nánari rannsóknar frá hreinum Eskimóum, og allur
hópurinn mundi ekki hafa á sér það Norður-Evrópu-
inanna yfirbragð, sem auðkennir sérhvern af hinuin
þrem ættflokkum á suðvestanverðri Victoríu-eyju. Og
þá má líka bæta þvi við, að ef nýleg kynblöndun
Evrópumanna við Eskimóa væri orsökin til hins
ljósa yfirbragðs Eskimóanna á Victoríu-eyju, þá
mætti maður vænta, að það yrði því ljósara, sem
austar drægi, af því að ætla má, að kynnin hefðu
byrjað í áttina til Hudsons-flóa. Nú hefi ég ekki