Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Síða 48
42
V. St.: Dvöl mín meðal Eskimóa.
[ IÐUNN
sjálfur séð Hudsons-flóa Eskimóa, sem þó í miklu
meira en öld hafa verið í slöðugu sambandi við
skozka og ameríkska hvalveiðamenn; en George
Corner, skipstjóri frá East Haddam, Connecticut,
sem hefir staðið í stöðugu sambandi við þá í meira
en aldarfjórðung, hefir sagt mér, að slíkt Evrópu-
manna-yfirbragð, eins og ég hefi lýst á fólkinu á
Victoríu-eyju og ljósmyndir mínar sýna, sé alveg
einsdæmi, og nálgist ekki neitt það, sem hann hafi
nokkuru sinni séð hjá ættstofnum þeim við Húdsons-
flóa, er hafi átt nánust mök við hvalveiðamennina.
Lítið er að segja um viðskifti Victoríu-eyju Eski-
móanna við ameríkska hvalveiðamenn. Að eins einn
af þessuin 13 ættstofnum, sem við kyntumst, hafði
nokkuru sinni séð hvalveiðara, nefnilega skonnorluna
Olgu árið 1906, er hún hafði vetrarsetu bak við
Bell eyju nálægt suðvesturhorninu á Viktoríu-eyju.
Og aftur kom Olga þangað 1908, en það er líka
eina skipið, sem þar hefir komið, og alt samneyti
fólksins við Olgu nam ekki meiru en viku samanlagt.
Ef menn nú vilja sleppa þeirri sögulegu skýr-
ingu, sem hér er haldið fram, þá eru náttúrlega ekki
aðrir skýringarmöguleikar eftir en þeir lífl'ræðilegu.
Það er auðvitað ekki óhugsanlegt, að Ijósleitir
einstaklingar hafi af einhverri óskiljanlegri »hend-
ingu« fæðst við og við af foreldrum, sem voru af
ómenguðum Eskimóastofni, og að þeir hafi svo
aukið kyn sitt þaðan í frá. En haldi menn á hinn
bóginn, að það sé loftslagið á Victoríu-eyju, sem
hafi gert Eskimóana þar svo bjarta yfirlitum, þá
væri naumast hægt að halda þeirri skoðun til slreitu,
því að þeir hafast við á sama viðurværi og í sama
loftslagi og Eskimóarnir fyrir austan þá og vestan,
en hvorugir þeirra hafa þann svip af Evrópumönn-
um, sem þeir bera.