Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 57
iðunni Þ. G.: Jón Ólafsson blaöamaöur. 51
láti það til sín taka. Og mörg ummæli hafa komið
fram í síðari umræðum um þessar sakir, sem miklu
eru hvassari en þessi ummæli J. Ól. frá 1873. En
þá tóku yíirvöldin i taumana út af þeim og höf. var
dæmdur í mjög háa sekt, eftir þeirrar tíðar mæli-
kvarða.
Séra Matth. Jochumsson lýsir J. Ól. svo, er hann
kom í latínuskólann um fermingaraldur, að hann
hafi verið »allra sveina fríðastur sýnum og kurteis-
astur, ... hinn háttprúðasti og hverjum öðrum hóg-
værari í tali«. En þremur árum síðar var J. Ól.
orðinn blaðamaður og ritstjóri, »þjóðarinnar djarf-
asti »penni« og nafnkunnur um land alt«, segir M.
J., »stóð þar 17 ára, félaus, allslaus, en ritaði og
ritaði eins og sá, sem vald hafði, ritaði sem ofur-
hugi og ofsamaður og mest gegn valdhöfum lands-
ins og þeirra ráðsmensku — ritaði svo að vér vinir
hans stóðum hræddir og höggdofa. Og engu síður
ofbauð höfðingjunum, sem hann deildi við. Hvað
gengur á fyrir pilti þessum, eða er honum sjálfrátt
og er hann með öllum mjalla? spurðu þeir hverir
aðra«.
Svona lítur séra M. J., sem sjálfur lifði þennan
tima og var þá orðinn þroskaður maður, á fyrstu
framkomu J. Ól. í blaðamenskunni. En þegar við,
sem yngri erum, lítum yfir blöð þau, sem J. Ól. gaf
ót eða var við riðinn á æskuárunum, þá verður
okkur fyrst fyrir að undrast þann hugsunarhátt, er
ieiddi til þess, að maðurinn skyldi vera ofsóttur af
yhrvöldunum og alræmdur landshornanna á milli
tyrir ekki stærri sakir en þar er að finna, eftir þeim
^iselikvarða, sem við nú leggjum á blaðamensku og
syórnmálastyrjaldir.
Blaðið »Baldur«, sem J. Ól. er fyrst við riðinn,
hyrjaði að koma út 9. jan. 1868. J. Ol. er þá tæpra
ára. Hans er í byrjun ekki gelið við blaðið. »Fé-