Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Qupperneq 58
52
Porst. Gíslason:
[IÐUNN
lag eitt í Reykjavík« er talið útgefandinn og ábyrgð-
armaður er Friðrik Guðmundsson, og veit ég engin
deili á honum. J. Ól. mun þó hafa átt mikinn þált
í því, að koma blaði þessu á stað. Síðar kemur það
fram, að ýmsir merkir menn í bænum standa á bak
við þessa blaðstofnun, og ritstjóri »Þjóðólfs«, Jón
Guðmundsson, telur það stofnað til þess að hnekkja
^RjóðólÍHí. Hann gefur Einari Þórðarsyni, forstöðu-
manni Landsprentsmiðjunnar, sök á því, að hann
hafi staðið fyrir stofnun blaðsins. í 1. tbl. fer »Bald-
ur« hóflega á stað. Það er ekki sýnilegt, að J. Ól.
eigi í því annað en dálítið kvæði, sem ekki er síðan
tekið upp í Ijóðmæli hans. En þegar í 2. tbl. er
»Baldur« kominn í hvassar deilur við »Þjóðólf«. Ým-
islegt í þeirri deilu líkist því, að J. Ól. hafi þar
haldið á pennanum, en undir greininni stendur: »Út-
gef. Baldurs«. Greinin er niðurrif á »ÞjóðóIfi« og
blaðamensku Jóns Guðmundssonar. Dómurinn er
ósanngjarn og öfgafullur og ritaður með gáska. En
tilefnið til þeirrar árásar hafði J. G. gefið með því,
hvernig hann tók Baldri. Það kemur svo fram í 3.
tbl., að sumum aðstandendum blaðsins hefir ekki
geðjast að þessari grein um ritstj. »Þjóðólfs«. Páll
Melsteð sagnfræðingur hafði með nafni skrifað grein
í 2. tbl. »Baldurs«, og í 3. tbl. kemur aftur grein frá
honum um viðureignina við »Þjóðólf«. Segir hann
marga spyrja sig um, hvort hann standi ekki bak
við blaðið, en liann neitar að svo sé. Lýsir hann því
yíir, að svarið til »Þjóðólfs« 1 2. tBl. líki sér ekki.
En hins vegar segir hann langt frá sér að hrósa því,
hvernig »Þjóðólfur« hafi tekið á móti »Baldri«. Segir
það hafa glatt sig, er hann heyrði, að hér væri von
á nýju blaði og hann áliti, að þau ættu að vera hér
tvö fremur en eitt. Segir svo álit sitt á því, hvernig
blöðin ættu að vera, og hvernig þau ættu að haga
sér. Heldur Páll áfram að skrifa í »BaIdur« eftir sem