Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Page 59
iðunni
Jón Olafsson blaðamaður.
53
áður. En kur er altaf og hnippingar milli »t>jóðólfs«
og »Baldurs«. í 4. tbl. er fyrst grein með nafni J.
Ól. undir, og er hann þar að verja kvæði eftir sig,
sem komið hefir áður fram í blaðinu og hefir verið
rifið niður í »Þjóðólfi«, en J. G. hefir neitað honum
um rúm fyrir svarið, enda þótt J. Ól. segist hafa
boðið honum að »borga undir það eins og hrossa-
lýsingu«. Meðal þektra manna, sem skrifa í þessi
fyrstu blöð »Baldurs«, má nefna, auk P. Melsteðs,
séra Matth. Jochumsson, Kr. Jónsson skáld og Jón
t*orkelsson rektor. J. Ól. skrifar þá í blaðið undir
nierkinu 1.—s.—n., og lendir i deilu við Benedikt
Gröndal út af ritdómi um »Ragnarökkur« hans, er
þá var nýútkomið í Khöfn. Hafði J. Ól. borið mjög
mikið lof á bókina og kveðskap Gröndals, borið
goðakvæði hans saman við kveðskap Öhlenschlágers
um sömu efni, tekið Gröndal langt fram yfir hann,
og kallað Öhlenschláger »leirskáld«. En árásin á Öhl-
enschláger geðjaðist Gröndal ekki, og út úr þvi varð
i'itdeilan. Sagði Jón frá því eitt sinn löngu síðar, er
hann mælti fyrir minni Gröndals í samkvæmi, að
þessi deila hefði orðið til þess, að hann hefði náð
sér í hugsunarfræði og lesið hana af miklu kappi.
Jón hafði í einhverri af þessum deilugreinum sínuin
farið út í umtal um hugsunarfræði og sýnt, að lær-
dómurinn þar var lítill, og hafði Gröndal gert skop
að þessu, sem Jóni sárnaði svo, að hann hugsaði
sér að standa ekki berskjaldaður á því sviði framar.
Á 1. tbl. 2. órg. »Baldurs«, sem út kom 4. jan.
1869, er .1. Ól. fyrst nafngreindur ritstjóri blaðsins.
Hísa þá enn deilur við »Þjóðólfw og inn í þær lendir
H. Kr. Friðriksson kennari, út af kláðamálinu. Hann
segir í »þjóðólfi« með hörðum ávílunarorðum til útg.
»Baldurs«, að þeir hafi dregið J. Ól. frá námi sínu
°g að blaðinu. Þeir svara því svo, að hér sé að eins
um að ræða ritstjórn á nokkrum fyrstu tbl. árgangs-