Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1919, Blaðsíða 60
54
Porst. Gíslason:
i IÐUNN
ins. En þeir bæta við: »Öllum félagsmönnum þótti
einmitt hr. J. Ól. fyrir margra hlula sakir llestra
manna bezt fallinn til þess starfa, enda var hann
eigi ófús á það«. Þó haíi hann ekki lofað að vera
ritstjóri nema 3—4 fyrstu tölubl. — Það fór líka
svo, að nafn J. Ól. hvarf af blaðinu, er 4. tbl. þess
kom út, og varð þá Pétur Guðjohnsen organisti rit-
stjóri þess og var það fram til næstu áramóta. En
með byrjun 3. árg. »Baldurs« varð J. Ól. aftur rit-
stjóri hans. 1. og 2. tbl. þess árg. komu út 2. febr.
1870. J. Ól. ritar þar langt ávarp til lesenda. Um-
talið snýst fyrst og fremst að því, að blaðamenn eigi
ekki að vera og megi ekki vera hlutlausir um með-
ferð almennra mála. IJvi sé haldið fram, að blöðin
séu og eigi að vera rödd almenningsálitsins. En þau
eigi alls ekki ávalt að vera það. Það geti ekki verið
skylda blaðamanns að fylgja áliti almennings, þegar
það fari í ranga ált. »Blaðamaður verður að fylgja
því, er hann veit sannast og réttast«, segir þar, »án
þess að láta það aftra sér, þó alþýða hafi annað álit.
Blöðin eiga ekki að vera eins og lúður, er hver, sem
vill, getur blásið í; liitt er heldur, að blaðstjóri á að
hafa hæfilega gát á, hverjar séu skoðanir almennings,
ekki til þess að hefja þær i hæðirnar hugsunarlaust,
hvort sem þær eru réttar eða eigi, heldur til þess að
styrkja þær með rökum og fylgja þeim fram, ef þær
eru réttar, leiðrétta þær og beina þeim í rétt horf,
þá er þeim er i ýmsu áfátt, og berjast móti þeim
með skynsamlegum rökum, ef þær eru skakkar. ...
Blaðamaður á að vera ráðgjafi lýðsins«. Svo er talað
um þau áhrif, sem blöðin eigi að hafa á þingið og
þingið aftur á móti á blöðin, svo að samvinna þeirra
geti borið sem beztan árangur, og er strangasti siða-
meistarabragur á öllu þessu. »Köllun blaðamannsins
er því háleit og fögur«, segir þar, »og menn gætu
sagt, eitt hið háleitasta og fegursta, sem nokkur